Róleg og góð helgi :)

Já við erum búin að hafa það nokkuð gott um helgina. Margrét er að hressast en það tekur jú sinn tíma fyrir hana að safna upp kröftunum á ný.

 Við fórum aðeins út í gær að versla og bara aðeins að fá okkur frýskt loft, svo var tekið video og haft það kósý Whistling svo fór ég að vinna og gekk vaktin vel og hratt Happy Ein sem vinnur með mér á 8 ára tvíbura og var hún búin að safna fötum í poka handa Margréti (ekkert smá sætt af henni) Grin svo þegar ég vaknaði í dag sýndi ég Margréti pokann og var hún ekki alveg að skilja afhverju hún var að gefa henni FULLAN poka af fötum Gasp en hún var þetta líka glöð að fá fullt af nýjum og fínum fötum, og var hér tískusýning í hádeginu Grin
Hún er orðin voða spennt að fara í skólann á morgun, en hún er búin að klára fyrstu verkefnabókina og á að fá nýja á morgun. Hún missti nú þó nokkuð úr síðast þegar hún var á spítalanum en gerði sér nú lítið til og bætti það upp á einum degi ( 9 blaðsíður) Shocking nú er hún líklegast búin að missa  úr aftur og er hún búin að gera samning við Kristinn að  vinna  vel heima á morgun og þriðjudag þar sem það er nú ekki skemmtilegt að vera á eftir öllum bekknum með verkefna vinnu.

Jæja nú hef ég ekki meira að segja í bili og jólakortagerðin  kallar Tounge

MUNIÐ GESTABÓKINA, HÚN BÝTUR EKKI FAST !HE HE HI HI HA HA


Mæðgurnar komnar HEIM :) :)

Já nú var Margrét aftur lögð inn á þriðjudaginn og komum við loks heim í dag Errm hún var rannsökuð á ýmsan hátt og fundu læknarnir út að hún var með sýkingu í maganum og í slímhúðinni í "bossanum" hún var frekar slöpp og þreytt en er nú hressari og erum við ALSÆLAR að vera komnar heim Grin svo á ég að hringja á barnadeildina á föstudaginn og fá lokasvör úr blóðprufu og þeir vilja líka fá að vita hvernig gengur með hana. Svo á hún að fara í blóðprufur í lok mánaðrains og svo 4 des eigum við að mæta í viðtal á barnadeildinni. Vonum við svo ynnilega að hún fari nú að hressast almennilega og þetta fari að taka enda Wink Hún stóð sig alveg eins og hetja í öllum ranssóknunum enda DUGNAÐAR STELPA Á FERÐ Kissing  

Nú á að dunda sér heima um helgina en ég fer að vinna annaðkvöld ég var ekki að ORKA að fara í vinnu í kvöld.Það tekur á að vera með veikt barn á spítala og veit ég nú ekki hvor er þreyttari ég eða hún EN BARA SNEMMA Í BÓLIÐ Í KVELD Sleeping

Jæja nú biðjum við að heilsa ykkur í bili Ragna, Kristinn og Margrét Svanhildur

Og Já við fáum húsið 1.mars ef einhverjum langar að koma og bera KASSA HE HE HE HE HE HE 


Margrét kölluð í fleiri rannsóknir !

Já síminn hringdi hér klukkan 07 í morgun, var það læknirinn sem var með Margréti á föstudaginn og var hún eitthvað búin að vera að bera bækur sínar við kollega sína um helgina og vilja þau fá hana aftur til rannsókna á morgun. Vona ég nú að þeir finni hvað er að maganum í henni því að hún var aftur komin með niðurgang í gær og svaf MJÖG illa um helgina fyrir verkjum í maganum Undecided Hún verður alltaf frekar slöpp á kvöldin og sagði læknirinn að við mættum endilega koma úteftir í kvöld sem að ég held að ég geri þar sem hún er slöppust á kvöldin, það er líka þæginlegra fyrir Kristinn að skutla okkur í kvöld Errm en þetta kemur allt í ljós í dag.

Annars vorum við bara heima í gær að gera jólakort og hafa það KÓSÝ. Svo fór ég í nudd í morgun og tók Margréti með mér því hún er heima þar sem hún er ENN með niðurgang. Fórum við svo í LYKKE SKO og keyptum á hana kuldaskó og var ECCO fyrir valinu, vildum við kaupa almennilega skó enda eru þeir ekkert mikið dýrari en aðrir skór hér og þeir eru líka vatnsheldir Grin svo örkuðum við í KÆRE BÖRN og keyptum jólakjól á hana, og við keyptum líka jólakjól á BIRTU HULD vinkonu hennar svo þær verða eins um jólin bara í sitthvoru landinu Tounge 

Nú erum við komnar heim í kotið og sjúklingurinn lagstur í sófann við TV þar sem hún er mjög orkulítil er hún alveg búin á því eftir smá bæjarferð Errm

En ég bið bara að heilsa að sinni og læt ykkur vita hvað kemur útur þessu á morgun Happy


Eiit deginum á spítalanum :(

Já í gær fór ég með Margréti til heimilislæknisins okkar og vildi hún að við færum með hana aftur út til Randers á Barnadeildina til skoðunar Pouty brunaði Kristinn til Silkeborg að sækja okkur og svo var haldið til Randers (klukkutími) Margrét svaf nú alla leiðina Sleeping jæja hún var semsagt skoðuð og vorum við þarna í 4 klukkutíma svo fékk hún leyfi til að fara heim þar sem hún var orðin MUN hressari Smile hún fékk lyf sem hún á að taka og nú er bara EINS GOTT að þetta sé búið .

Hún var bara nokkuð hress í dag og fórum við aðeins í jólagjafaleiðangur inn í Aarhus gekk það fínt og svo var farið á VIDEO leiguna og það er KÓSÝKVÖLD framundan á bænum Grin

kær kveðja frá okkur til ykkar InLove


Læknastúss

Já í gær var Margrét mjög slöpp og með rennandi niðurgang Frown ég var EKKI glöð yfir að þetta væri byrjað aftur. Ég hringdi á læknavaktina í gærkvöldi og var mér sagt að mæta með hana til skoðunar á sjúkrahúsinu hér í Silkeborg. Þar sem Kristinn var á kvöldvakt hringdi ég á TAXA , Læknirinn á vaktinni vildi gefa henni lyf sem stoppaði niðurganginn þar sem þetta LAK bara niður (afsakið lýsingarnar) en svona var þetta (SLÆMT) hún var einnig MJÖG aum við skoðun og vildi læknirinn að ég hringdi á barnadeildina í dag og er ég nú að bíða eftir að læknir þar hringi í mig til baka Errm vona ég að við förum nú að fá einhver svör á þessu öllu saman, hún er nú búin að vera slæm í maganum í HEILAN MÁNUÐ og vitum við að það er eitthvað sem hlýtur að valda þessu og viljum við fara að fá SVÖR það er ekki hægt að hún sé ALLTAF með niðurgang hún er að sjálfsögðu búin að léttast og er HUNDSLÖPP Frown

Já svo í morgun fórum við inní Aarhus því að ég átti tíma hjá Taugalækni þar, gekk það allt vel og mér leist vel á lækninn, hann skoðaði mig gaumgæfilega og ætlar hann svo að senda lækninum á íslandi MAIL því hann vill fá aðeins betri upplýsingar frá honum.

Já svo að þessa dagana er bara verið í LÆKNASTÚSSI sem er nú EKKI það skemmtilegasta sem við gerum Errm en svona er þetta og nú bíðum við bara eftir hringingu frá barnadeildinni Blush læt ykkur svo vita hvað kemur í ljós úr þessu með skottuna okkar.

kveðja frá danaveldinu góða Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband