Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Nóg að gera !
Í morgun vöknðum við mæðgur kl:6:30 því að Margrét þurfti að mæta í blóðprufur milli kl:7:30 og 9 og ætlaði ég sko að vera fyrst á svæðið og losna við bið en að sjálfsögðu var full biðstofa þegar við mættum kl: 7:25 svo að við máttum bíða í um 40 mín og Margrét var aðeins of sein í skólann sem var nú í lagi
Að sjálfsögðu stóð hún sig með prýði í blóðprufunum (eftir að deifiplástrarnir voru farnir) svo dreif ég mig í bakaríið og keypti rúnstykki handa okkur Kristni og fór svo heim og lagði mig aðeins aftur. Svo erum við hjónin búin að vera að pakka inn jólagjöfum(fyndið að vera að því í nóv) en Grímur ætlar að taka þær með sér svo við megum ekki vera seinni að þessu
Kristinn er að fara á kvöldvakt bæði í dag og á morgun og ég er að fara að vinna í nótt en svo er ég í fríi fram á mánudag svo ég ætti að geta notið helgarinnar með Grím og Dögg
En þið eigið nú hrós skilið fyrir að taka ykkur á í kvittinu, TAKK FYRIR ÞAÐ endilega haldið áfram að vera svona dugleg
Held ég kveðji ykkur bara í bili bið að heilsa ykkur úr vorinu í dk (15c & sól)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. nóvember 2006
Róleg og góð helgi í Þýskalandi
Já á föstudaginn fórum við til þýskalands. Kristinn tók lestina í vinnuna um morguninn og svo brunuðum við mæðgur og bangsi að sjálfsögðu til Aarhusa skoðuðm við nú ÓVART sveitirnar í kringum Aarhus en við komumst nú á leiðarenda að lokum Svo lá leiðin til Elmshorn og var komutími þar um 19:00 borðað spjallað og farið í bólið
Laugardeginum var svo eitt aðeins í búðum og svo afslöppun góður matur spjall og í rúmið.
Sunnudagurinn var mjög rólegur Margrét hjálpaði frænda sínum í garðinum að taka upp laufblöðin, svo kom mamma Karinar í mat og svo brunuðum við heim . Margrét og bangsi komu bæði útur dekruð heim eftir þessa heimsókn en það er nú í lagi Það verður nóg að gera hjá Margréti að opna dagatöl en hún þarf að opna 3 dagatöl(það er nú ekki eins og það sé leiðinlegt) en sem betur fer vorum við ekki búin að kaupa nammidagatal þar sem hún fékk eitt slíkt frá Karin og Tobi
svo það verður eitt hlaupdagatal, eitt prinsessudagatal og svo jólasveinninn heimagerði
Nú er verið að skipta um þak hjá okkur og stendur bangsa nú ekki alveg á sama að hafa einhverja kalla uppá þaki að berja og bramla en vonandi verður þetta nú búið þegar Grímur og Dögg koma á fimmtudaginn svo þau fái svefnfrið
Jæja ætla að fara að dúlla mér eitthvað bæjó í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
JÓLA INNKAUP :)
Margrét hristi nú af sér slappleikann í gærkvöldi og vildi ólm fara í skólann í morgun Svo við hjónin gripum tækifærið og skruppum í bæinn að versla jólagjafir, náðum við nú að gera góð kaup og svo voru líka keyptar dagatalsgjafir en hér er bara einn jólasveinn svo að danirnir gefa frekar gjafir frá 1.des og svo aðventugjafir, þar sem ég var búin að föndra jólasvein með 24 skúffum kom sér vel að kaupa litla og stóra pakka í það
og að sjálfsögðu alla handa prinsessunni. Vorum við nú næstum búin að kaupa dagatal handa bangsa en það eru til dagatöl í búðunum með hunda eða katta kexi, en við vorum ekki alveg að sjá framá að geta geymt það í 24 daga svo hann fær bara jólapakka í staðinn
Nú er Kristinn á kvölvakt og við mæðgur erum að hugga okkur heima í hlýjunni en það er grenjandi rigning en samt 10c hiti en manni verður jú kallt þegar maður er rennblautur
Ætlum við að bruna til Þýskalands á morgun og vera yfir helgina, kíkja á Hamburg skreytta og klára jólagjafirnar, enda ekki seinna vænna þar sem Grímur og Dögg koma næsta fimmtudag og á að láta þau taka hluta með sér heim. Já mér finnst ótrúlegt að þau séu bara að koma eftir 7 daga mér fannst eitthvað svo langt þangað til þegar þau fóru að tala um að koma en tíminn flýgur jú áfram er ég "vonandi" búin að fá frí í vinnunni næstu helgi svo að ég sofi nú ekki allan tímann sem þau stoppa. Og já Dögg mín ég skal reyna að eiga nokkur kort eftir til að gera smá með þér
og við ætlum að reyna að vera búin að baka kókostoppana svo Grímur fái smá smakk af þeim( þá er best að gera 8 falda uppskrift ) HE HE HE sérstaklega vegna þess að NAMMIGR'ISINN í brautarhólsfjölskyldunni (Oddur) kemur 16 des og ekki nenni ég nú að baka meira þegar hann er farinn svo það verður bara bakað nóg og Oddur fær góðann skammt og svo er bara að fela smá svo að við fáum eitthvað á sjálfum jólunum
en það er ekki auðvelt að fela góðgæti fyrir Oddi hann er voðalega góður í því að þefa uppi góðgæti
En þetta er nú bara smá grín Oddur minn þú tekur þessu ekkert illa er það nokkuð?? En þið sem þekkið brautarhólsliðið vitið nú kannski hvað ég meina HE HE HE
En nú er komið nú af bulli í dag, skrifa aftur eftir Þýskalands för KNÚS Í KRÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Fyrsti foreldrafundurinn í Frístundinni
Já í gærkvöldi fórum við hjónin á foreldrafund, já við fórum bæði því að hún Anita sem vinnur með mér bauðst til að hafa Margréti í heimsókn enda var fundurinn bara klukkutíma svo að ég ákvað að þiggja það Enda fannst okkur mjög gott að komast bæði á fyrsta fundinn. Þetta var nú fámennt og kósý en þetta var bara fyrir hennar grúbbu og bara fyrir þá foreldra sem eiga barn í 6 ára bekk, þar sem margir eiga eldri systkyni og þekkja reglur frístundarinnar og hvernig allt gengur fyrir sig þurftu þeir foreldrar ekki að mæta, semsagt við vorum foreldrar 3 barna
Úr því þetta var svona fámennt ákváðu starfsmenn frístundarinnar að dekka borð með kaffi, smákökum og konfekti, auk kertaljós svo já þetta var MJÖG kósý. Þau höfðu nú bara gott að segja um Margréti og þau sögðu að hún væri mjög hress og kát allan daginn
sögðu þau líka að hún væri svo opin og hún væri ekkert feimin að draga þau með sér að sýna þeim hvað hún vildi ef þau skildu ekki hvað hún sagði eða hún kunni ekki að segja hvað hún vildi sem er mjög gott og við vitum að það hefur hjálpað henni mikið í þessu öllu að hún er ekki feimin og ef einhver skilur hana ekki þá bara reynir hún á annan máta þar til hún er skilin
Hún var mjög ánægð að vera boðið í heimsókn til Anitu en hún á eina 2 ára og voru þær að halda danssýningu fyrir Anitu þegar við komum að sækja hana
svo á Anita líka eina 19 ára og er hún til í að gerast barnapía hjá okkur svona einstaka kvöld, þar er nátturlega nauðsynlegt að komast út öðru hvoru.
En í morgun hringdi kennarinn hennar Margrétar í mig og sagði að hún væri búin að vera með magaverki og lægi bara í sófanum ákvað ég að fá hana heim og bauðst kennarinn til að skutla henni heim þar sem ég er bíllaus var ég mjög fegin þar sem ég var jú á vakt í nótt og hafði aðeins sofið 3 tíma þegar hún hringdi en ég er nú að vona að þetta sé einhver flensa í henni núna hún er ekki með niðurgang en er með magaverki og ég held hún sé með hita (mælirinn er bilaður, sýnir 34c) en hún er semsagt búin að liggja undir teppi og horfa á barnaefni og ég hef aðeins dormað hjá henni svo er ég nú komin í frí svo ég fer bara snemma að sofa í kvöld
EN nú ætla ég að halda áfram að kúra hjá englinum mínum kveðja Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 20. nóvember 2006
HVAÐ ER Í GANGI MEÐ YKKUR ??? :( :( :( :( :( :(
Já ég segi bara hvað er í gangi ? það eru 14 búnir að kíkja á síðuna í dag en EINGINN athugasemd eða hvað þá í gestabóikinni ER ERFITT AÐ KVITTA Á SÍÐUNNI? ER ÞAÐ VANDAMÁLIÐ? ef svo er reynið þá að láta okkur vita
Ég átti annars anna sama nótt í vinnunni, en það lítur út fyrir að einhver magflensa sé að herja á gamlafólkinu svo það var MEIRA en nóg að gera í nótt. Margrét fór í skólann og ég sótti hana kl:15 og gekk bara vel hjá henni í skólanum var alsæl að hitta vinina og kennarann
Okkur varð frekar kallt á leiðinni heim en það var þónokkur vindur, var því ákveðið að fá sér heitt kakó er komið var heim ákváðum við nú líka að henda í pönnsur og var húsbóndinn himinn lifandi að koma heim í pönnsulykt
Nú sit ég ein í myrkrinu við tölvuna og er að bíða eftir að geta farið til vinnu. Ég er hjólandi núna þar sem Kristinn þarf jú að mæta kl:7:30 og ég er ekki búin fyrr en kl:7:30 það er nú bara rosalega hressandi að hjóla en mér lýst ekki alveg nógu vel á veðrið ákkurrat þessa stundina ROK OG RIGNING = BLAUT þegar ég mæti á vakt en ég er nú að vona að það stytti upp þessar 5 mín sem það tekur mig að hjóla
En nóg með það ætla að fara að tíja mig í úlpu og skó og vetllinga og jú hjólahjálminn að sjálfsögðu Bið að heilsa ykkur knús og kram Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)