Sunnudagur, 24. júní 2007
Loksins komnar myndir af kúlubúanum :)
jæja þá erum við loksins búin að setja inn myndir af kúlukrílinu okkar svo settum við inn fullt af myndum á síðuna hennar Margrétar
Annars er bara allt fínt hér í baunalandinu, við fórum á brennu hér í hverfinu í gærkvöldi pg var það mjög gaman. Danir brenna norn á báli á SanktHans aften (jónsmessunótt) og að sjálfsögðu var þessi fína norn á bálinu hjá okkur í gær. Svo á nú bara að slaka á í dag það eru þrumur og RIGNING úti og þá er mest kósý að vera heima hjá sér
Kristinn klippti Hekkið í garðinum hjá okkur í síðustu viku en hann tók þetta í skorpum, nú er Soldið annað að koma að húsinu rosa flott hjá kallinum þar sem þetta var í fyrsta skipti sem hann klippir hekk. Ég hyrti svo upp eftir hann með hjálp Margrétar. Við erum líka búinn að sulta, Rifsberja-Jarðarberja hlaup og bæði rifsberin og jarðarberin voru tind í garðinum okkar
Jæja jæja nóg af fréttum í bili kær kveðja FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Rólegur dagur
Í dag munum við mæðgur eyða deginum heimafyrir í afslöppun. Margrét er heima þar sem hún var svo slæm í maganum í gærkvöldi hún er nú eitthvað skárri núna en hleypur reglulega á WC við eigum nú að fá bréf í vikunni frá Randers og fáum þá að vita hvenær hún fer í speglunina. Ég vona að hún fari ekki að versna aftur en hún var líka mjög slæm af verkjum í síðustu viku
Hún er orðin svo þreytt á þessu litla skynnið svo nú krossum við bara fingur um að það fari að koma einhver svör við þessu öllu saman.
Kristinn var á kvöldvakt í gær og kom smá slasaður heim hann var semsagt að losa plast af dekkjastæðu og það endaði þannig að hann fékk 2x dekk í andlitið, hann er bólgin á nefinu og með sár og gleraugun brotnuðu smá en það ætti að vera hægt að laga þau þar sem umgjörðin sjálf er heil og að sjalfsögðu borgar vinnan viðgerðina þar sem þetta var jú vinnuslys. Ég sagði nú við hann að sem betur fer er hann ekki í vinnu sem er hættuleg þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann slasar sig í vinnu hjá TOYOTA. En svona er þetta slysin gerast hratt
Nú á Margrét bara viku eftir í skólanum svo er hún komin í 4 vikna frí svo fer hún í frístundina þar til skólinn byrjar á ný. Stína (systir Kristinns) og Lilja vinkona hennar koma núna þann 28 og ætla að vera með Margréti í viku meðan ég er í skólanum þær ætla að stoppa hjá okkur í 10 daga og ætlum við að gera eitthvað sniðugt með þeim
Jæja ætli ég verði ekki að fara að sinna skottunni minni og kannski henda í 1 vél eða svo verið nú væn og kvittið í GESTÓ það er svo miklu skemmtilegra að skrifa þegar maður fær einhver viðbrögð frá ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. júní 2007
HÆHÓJIBBÍJEI..................................................
Góðann daginn og gleðilegan þjóðhátíðardag
Við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar og munum við að sjálfsög'u vera dugleg að leifa ykkur að fylgjast með gangi mála. Heilsan er nú öll að koma held ég en ég er mjög misjöfn milli daga en þetta kemur allt saman. Maginn er farin að kúlumyndast smá og buxurnar farnar að þrengja að Við ætlum að reyna að skanna inn sónarmyndirnar og setja hér inn. Þær eru reyndar ekki mjög skýrar þar sem krílið var eitthvað feimið við þessa truflun og var ekkert að sýna sig of mikið
en það er nú samt hægt að sjá andlit ,hendur og fætur
Við fórum í GILLVEISLU hér í götunni í gær en það er alltaf svona einu sinni á ári. Mæting var kl:16 og var þá farið í leiki og svo var Grillað og allir komu með meðlæti sem var sett á sameiginlegt borð svo var sungið og spjallað allir komu síðan með desert og var sannkallað kökuhlaðborð í eftirrétt við komum fyrst heim kl:24 og var þetta fínasta skemmtun fyrir alla Margrét kynntist krökkunum í götunni betur og við þeim fullorðnu
Við ætlum svo að slaka á í dag og dúllast heima fyrir. Vonandi skemmtið þið ykkur í bænum í mannfjöldanum kær kveðja FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
KOMIÐ AÐ FRÉTTUM :)
Jæja þá finnst okkur kominn timi á að segja ykkur fréttir en þannig er að okkar fjölskylda mun stækka um 1 um næstu jól.Já þið lásuð rétt við eigum von á litlu kríli og er áætlaður komutími 24 desember flott dagsetning
við vorum í sónar í morgun og lítur allt vel út barnið er núna heilir 5 cm og spriklaði það vel fyrir okkur
við sóttum svo Margréti snemma í skólann og sögðum henni fréttirnar og að sjálfsögðu er skvísan í skýjunum
hún var fyrst hissa og leit á magann á mér og svo varð hún hálf klökk greyið HI HI. Nú á svo bara að slaka á í dag og njóta dagsins. Ég stefni þó enn á að byrja í skólanum og taka svo bara fæðingarorlof frá skólanum.
Jæja varð nú bara að deila þessum gleðifréttum með ykkur þar sem ég er komin rúma 3 mánuði og er búið að vera erfitt að þegja HIHI ég er nú búin að vera mun slappari heldur enn með Margréti en heilsan er að koma aftur nú er bara að njóta þess að vera GRAVID og þess sem fylgir því bæjó í bili fjölskyldan sem er að fara að stækka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 11. júní 2007
GÓÐ HELGI :)
Jæja þá er búið að víja tjaldið og var bara þrusufínt að sofa í því við vorum í góðu yfirlæti hjá Fanney og krökkunum í Ringsted í 28c og sól alla helgina. Sátum úti langt fram á kvöld og spjölluðum um heima og geima og Margrét og Perla léku sér alla helgina mjög vel saman og Perla svaf hjá okkur í tjaldinu báðar næturnar. Svo á sunnudaginn brunuðum við Kristinn á Kastrup og náðum í Jóhönnu vorum svo í afslöppun hjá Fanney fram til hálf sjö um kveldið þar sem hitinn var 30c og var ekki hægt að keyra heim vegna hita.
Í dag fór hitinn í 33c og heiðskýrt, við fórum með Margréti til læknis í Randers og var tekin sú ákvörðun að hún fer í speglun það voru teknar blóðprufur í dag og við fáum svo bréf frá lækninum og fáum að vita með framhaldið. Loksins fengum við að spjalla við yfirlækninn og var hún alveg sammála okkur að það þarf að fara að gera eitthvað í þessu.
Við Jóhanna ætlum svo á búðarráp á morgun en hitinn á ekki að vera NEMA 25 -28 á morgun nú sofa allir hér bara með lök sem sæng enda ekki annað hægt
Jóhanna er nú alveg að höndla hitann þokkalega vel en þyggur með þökkum KALDA sturtu HIHI
Jæja nóg að fréttum í bili bið að heilsa kær kveðja úr hitanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)