SKÓLINN BYRJAÐUR Á FULLU

Jájá skólinn er byrjaður og það á fullu, við erum búin að vera 2 daga í svona kynningu um námið og skólann,í dag vorum við svo úti og vorum að kynnast betur og var það mjög gaman.Fórum í svona stöðva leiki og göngutúr í skógi.Við áttum að fara 2 og 2 saman í göngutúr og spjalla svona bara um daginn og veginn svo áttum við að kynna hvor aðra fyrir hinum. Á morgun byrjar svo kennslan á fullu og er það 3x tímar í naturfag og aðrir 3 í dönsku sem bíða okkar á morgun Smile fengum við fyrsta heimalærdóminn í gær en við áttum að lesa 25 bls í AMATOMIU fyrir föstudaginn, ég er nú búinn með þetta fag eða allavegana fyrsta hlutann svo ég las þessar 25bls í gær og glósaði 7bls uppúr því Grin og var bara stollt af mér í morgun þegar ég heyrði að hinar eru ekki byrjaðar eða bara búnar með smá hluta.

Svo fór ég og hitti stelpurnar í bænum en Stína og Lilja kiktu á útsölur og gátu keypt sér hitt og þetta Wink  og voru bara sáttar held ég með daginn Margrét var að sjæalfsögðu með þeim og gaf Stína henni armband sem hún var ógurlega ánægð með Smile

Jæja læt þetta duga í bili fer svo bráðum að láta Kristinn taka bumbumyndir og skella hér inn en það er komin nett og fín kúla og nú eru það bara bumbubuxurnar sem duga Tounge

KOSSAR OG KNÚS  


GÓÐANN OG BLESSAÐAN DAGINN :)

SORRY ELSKU OSSI BOSSI þú veist hvernig við erum með afmælisdaga Tounge en við segjum núna hátt og skýrt YNNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ODDUR BJARNI Wizard nú er bara eins gott fyrir fólk að passa sig á götum borgarinnar þar sem einn enn BRAUTARHÓLSSONURINN fer að taka bílpróf á næstu dögum.

Annars áttum við fína helgi,  á föstudaginn brunaði ég (Ragna) með Margréti til Randers í blóðprufur og viti menn ég viltist EKKI Grin svo kíktum við mæðgur í IKEA í Aarhus áður en við náðum í Kristinn og gekk þetta bara svona líka glimrandi vel ég er ekkert SMÁ stolt af mér Grin Laugardeginum var svo eytt í leti hér heima í þrumum fyrripartinn og sól seinnipartinn. Í gær var svo brunað í LEGOLAND og deginum eytt þar í rigningu en samt hlýju voru regnhlífar með í för og Margrét fékk regnslá í LEGOLANDI Wink þetta var fínn dagur þrátt fyrir bleytu.

Í morgun fór ég svo í skólann og líst mér bara vel á enn um sinn. Þetta veðrur nú samt strembið og byrjar námið bara á fullu á fimmtudaginn á ég nú að lesa heima strax fyrir morgundaginn svo það er eingin miskunn. Þetta er voða blandaður aldurshópur í bekknum eða frá 19-40 sem er líka bara fínt en ég verð nátturlega ekki lengi í þessum bekk. Skildi ég nú bara ALLT sem fram fór í tímunum í dag svo þetta lofar bara góðu Wink Fengum við 2x skruddur afhentar í dag en við fáum semsagt hluta af bókunum lánaðar frá skólanum.

Stína og Lilja voru heima með Margréti í morgun og gekk það bara vel, Margrét vaknaði nú þegar við  Kristinn vorum að læðast út en lagði sig nú bara aftur enda þreytt eftir langan og skemmtilegan dag í gær.

Jæja nóg í bili bið að heilsa bæjó  


Margrét er hressari :)

Já Margrét er mun hressari í dag Smile hún er samt heima að hvíla sig því hún var svo rosalega slöpp í gær. Við fórum áðan í skólann og hún kvaddi kennarann sinn og gaf henni poka af ÞRISTUM NAMM NAMM Grin var kennarinn mjög ánægð með það og sagðist ætla að gæða sér á þessu í sumarfríinu.

Stína og Lilja koma á eftir og munum við sækja þær á lestarstöðina í Aarhus. Það verður gaman að fá þær skotturnar Wink Margrét fer svo smá í skólann á morgun en þá eru skólaslit og ekki má nú missa af fyrstu skólaslitunum Tounge 

Veðrið er strax betra sól en smá vindur. Svo á að vera rosa gott veður um helgina sérstaklega á sunnudaginn svo sá dagur verður nýttur vel utandyra . Það er JASS hátíð í bænum um helgina og munum við kikja á það kannski á laugardagskvöldið, það er rosa gaman á þessari hátíð (var líka í fyrra) mikið líf í bænum og mikið um að vera Whistling

En góða helgi segi ég bara snemma þessa helgina og ég læt ykkur vita hvernig fyrsti skóladagurinn minn  verður Grin bæbæ kveðja FAMILIEN 


RIGNING OG ROK (ÍSLENSKT VEÐUR)

Já nú er sko bara eins og maður sé á Íslandi, ROK og RIGNING en það á nú að lagast strax á morgun og er spáð sól og fínu um helgina Wink 

Ég fór í viðtal í skólanum mínum í morgun og gekk það vel, það er semsagt ekkert mál fyrir mig að byrja og vera fram í nóvember Grin svo  þar sem það er ekki gott að láta líða of langt á milli bóklegs og verklegs mun ég byrja í verklegu næsta sumar og þá mun Kristinn taka fæðingarorlof svo þetta ætti að reddast Wink 

Svo er það litla stóra skottið á bænum hún var send heim úr skólanum í dag með mikla magaverki og er með rennandi niðurgang og er komin með hita núna , læknirinn hringdi áðan og eru þau hætt við að gera speglun á henni Blush veit ekki alveg hvað ég á til að bragðs að taka. Það á að taka fleirri blóðprufur og svo á ég að gefa henni HUSK sem á að herða hægðirnar. Svo bara bíða og bíða og bíða ég er nú mikið að spá í að leita til annarra lækna í Aarhus og fá annað álit,veit ekki alveg hvað er best að gera veit bara að hún getur EKKI verið svona litla skinnið Frown hún er með verulega slæma verki núna og eingis um í sófanum Frown HVAÐ Á ÉG AÐ GERA ????? 

Ætla að reyna að sinna henni eitthvað bæ í bili kveðja frá okkur í Rigningunni Tounge


GÓÐANN DAGINN

Hér er allt í rólegheitum þessa dagana , Kristinn að vinna ,Margrét í skólanum og ég og Bangsi erum heima svo byrjar nú skólinn hjá  mér á mánudaginn og get ég varla beðið Smile ég er núna að reyna að ná á Námsráðgjafanum í skólanum til að fræðast aðeins um hvernig sé best að hafa þetta hjá mér þar sem ég mun bara taka fyrstu önnina og fara svo í fæðingarorlof, ég vona nú að þetta verði ekki mikið mál sem ég býst nú ekki við því ég get klárað heila önn. Þetta kemur allt í ljós vonandi núna á næstu dögum Wink Ég fór í hnykk í gær og var hann EKKI áægður með bakið á mér og verð ég að passa VEL uppá það , hann sagði að ef ég passa mjög vel uppá bakið og fer reglulega í nuddið þá ætti ég að geta reynt að komast hjá grindargliðnun. En guð minn góður hvað þetta var vont ég kipptist næstum af bekknum af sársauka og svo varð mér svo óglatt eftir á að það hálfa væri nóg ShockingSick ekki nógu gott.

Nú er bara að nota snúningslakið og hann sagði mér að nota bakbelti sem ég á síðan á síðustu meðgöngu. Á ég að nota beltið ef ég þarf að reyna eitthvað á þetta svæði. Bara reyna að verja það eins og hægt er.

Jæja nóg í bili bið að heilsa ykkur kær kveðja Ragna  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband