Þriðjudagur og enn í sól og hita.

Já það er ennþá Sól hérna hjá okkur og þetta líka 26-27c og sumar í lofti. Við erum búin að sitja úti síðan á laugardag og njóta sólarinnar. Líka bara njóta þess að vera til. Við höfum svo þar fyrir utan nóg að gera bæði í vinnu og skóla. Ragna Greyið er að lesa einhverja fjölda blaðsíðna á hverjum degi og það er ekki mikið um hæga yfirferð í þessu námi. Hjá mér er frekar mikið að gera þar sem við erum undirmannaðir á lagernum en með samt alla kúnnana komna úr sumarfríi. Svo þarf að taka á því sem að setið hefur á hakanum í Júlímánuði og það er nú þónokkuð sem bíður mín þar. Við ætlum svo að gera lítið næstu helgi, bara Margrét sem fer í stelpu afmæli. Jæja biðjum að heilsa og hafið það sem best. Kristinn.

Laugardagur í sól (Loksins)

Já loksins skín sú gula hér í DK. Það er 23c og gott veður og við erum aðsjálfsögðu að nýta veðrið. Sit hérna úti á palli í tölvunni og nýt þess að vera í helgarfrí. Gott að það er helgarfrí því fyrsta vikan eftir sumarfríið  var frekar strembinn hjá okkur öllum. Margrét var að eignast fleirri vinkonur í vikunni. Hérna í götuna fluttu nefnilega fólk frá USA/Norge. Hún er núna öllum stundum að leika við þær og eru þær að babla sín á milli Dannorskenskíslensku. Læt fylgja með mynd af kúlubúanum (sem við höldum sé Púki og verði alveg eins og pabbi sinn!!!!) Bestu sólar og verzlunarmannahelgar kveðjur frá garðinum í ADVej 25. Kristinn

 Kúlupúki 20vikna sónar


KÚLUBÚINN ER STRAX FARINN AÐ STRÍÐA FAMILIUNNI :)

Jæja við fórum í sónarinn í gær og lítur allt vel út krílið spriklaði og teigði sig á alla kannta allan tímann EEN þegar við ætluðum að sjá kynið þá hljóp stríðni í krílið og hún/hann setti einfaldlega höndina á milli lappanna HIHI Tounge og var svoleiðis þangað til að ljósan gafst upp. Ég er semsagt kominn 20 vikur núna og er enn sett þann 24/12. Svo  verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta er prins eða önnur prinsessa Wink Margréti fannst þetta ótrúlega spennandi og starði á skjáinn allan tímann svo þegar krílið hreyfði sig þá spurði hún alltaf "var þetta ekki vont mamma" ALGJÖR DÚLLA eins og alltaf. Við fengum eina mjög fína mynd sem kemur hér inn vonandi um helgina.

Skólinn heldur áfram og enn er það LESTUR LESTUR og meiri LESTUR en þetta er mjög spennandi allt saman og mjög skemmtilegt í skólanum við erum alltaf frá 8:15 - 13:30 dagurinn er mjög fljótur að líða þar sem efnið er spennandi Wink en svo erum við á launum til 15:15 þar sem ætlast er til að maður læri heimavinnuna jafnvel í   skólanum. Ég hef gert það einu sinni þegar ég var í gati þá vorum við 3 saman að lesa og var það mjög fínnt . Við náum allar mjög vel saman og er þetta allt rosa fínar konur og gaman að spjalla við þær Smile 

Sumarið er LOKS komið til okkar og er búið að vera sól og fínt síðustu daga og er spáð 27c og sól fram á þriðjudag eða lengur Grinenda kominn tími á sumar hér.

ÞIÐ MEGIÐ ALEVEG KVITTA EFTIR LESTURINN.ÞAÐ ER SVO MIIIIIIKLU SKEMMTILEGRA AÐ BLOGGA ÞEGAR  MAÐUR FÆR VIÐBRÖGÐ FRÁ LESENDUM.

En við segjum góða helgi núna og hafið það gott um helgina InLove


LESA LESA LESA OG LESA MEIRA

Já nú er sko hægt að segja að skólinn sé byrjaður hjá húsmóðurinni í Albert Dams VEj 25 þetta er bilun hvað það er mikill lestur Gasp Ég byrjaði semsagt aftur í skólanum í gær og var í Lyfjafræði frá 8:15 - 13:30 þá fór ég heim og las í 4 tíma eða til 6:30 Woundering já ég sagði að það væri LESTUR jæja svo í dag var ég í skólanum til ca 14:15 en ég  var í gati  frá 11:30 - 13:45 svo að ég las fyrir morgundaginn og er því búinn með skammtinn fyrir daginn í dag Wink og finnst mér það ekkert slæmt að geta komið heim og slakað á með Margréti Grin Svo ef það líður langt á milli færslna hér þá er það vegna þess að ég hef ekki tíma og Kristinn á kafi í heimilisstörfunum Brosandi en svona er þetta. Mér finnst þetta nú alls ekki leiðinlegt svo þetta er í góðulagi. Þetta reddast allt saman með þolinmæði,skipulagningu og dugnaði EKKI SATT ?

Svo er kúlubúinn farin að stunda æfingar á kvöldin og nóttinni Tounge semsagt ef ég ligg á bakinu finn ég fyrir endalausum spörkum og síðustu nótt fann ég líka utan á með hendinni,ætlaði að láta Kristinn finna en hann bara umlaði og sneri sér á hina HIHI Tounge En mér finnst ÆÐISLEGT að vera farin að finna reglulegar hreyfingar þá veit maður jú að allt er OK Wink þó að ég mætti nú alveg sofa fastar (sem ég get ekki fyrir spörkum) þá er þetta þess virði og bara yndislegt Grin 

Svo fórum við í sónarinn á fimmtudaginn og Margrét kemur með í það . Ég skrifa meira og set inn myndir á fimmtudaginn Wink þangað til þá bið ég bara að heilsa ykkur 

Þið megið  alveg vera duglegri að kvitta í gestó InLove


Rólegheit í DK

Jæja nú er bara búið að vera að slaka á síðan við komum heim úr fríinu. Skruppum reyndar inní Aarhus á miðvikudaginn og fórum í svona Genbrugsbúð (notað dót) þar gátum við nú keypt stafræna myndavél handa Margréti á 125 kr og svo kom í ljós að hún var ónotuð en hafði verið sýningareintak í verslun EKKI SLÆMT það svo keyptum við notaða GAME BOY tölvu og er mamman búin að spila MARIO BROS Grin Í gær kom svo Sigrid vinkona Margrétar en þær voru búnar að plana að sofa saman Smile fórum við á BLOCKBUSTER og tókum video þær fengu 2 myndir svo var poppað og haft það kósý þær sváfu saman inní aukaherberginu á vindsængum og fannst það rosa sport Wink þær eru búnar að vera mjög góðar að leika og ætla að leika saman líka í dag en heima hjá Sigrid. Kristinn greyið festist í bakinu í gær Undecided veit ekki alveg hvað gerðist hann var bara allt í einu fastur er búinn að taka íbúfen í morgun og liggur með hitapoka á bakinu Crying ekki gaman það. Ég er bara nokkuð hress en finn vel fyrir bakinu hlakkar bara til að fara í AKUPUNKTU hjá ljósunni og sjá hvort það virki ekki eitthvað. 

Við fengum pakka handa kúlubúanum í morgun en Fanney (mamma Perlu) sendi okkur hvítan heilgalla frá 66CN og húfu í stíl rosa flott TAKK æðislega fyrir okkur InLove en vegna erfiðra aðstæðna hjá þeim þurfa þau að flytja aftur til Íslands og ákvað hún að senda þetta áður en þau fllytja. Þeirra verður sárt saknað héðan frá DK Frown 

Hér rignir annan hvern dag og sól hinn daginn frekar skrýtið veður. Svo byrjar alvaran á mánudaginn en þá byrjar skólinn hjá mér vinna hjá Kristni og frístundin hjá Margréti en hún er opin núna fram að skóla SEM BETUR FER fyrir okkur. Ég er voða spennt að byrja í skólanum aftur, er búinn að fá allar bækur og er búinn að glugga aðeins í þær eða aðalega Efnafræði en ég er ekki alveg nógu sterk í því fagi og því er gott að glugga aðeins í það og reyna að skilja Wink annars er ég sko ekki sú eina í bekknum sem er alveg græn í þessu fagi svo að ég býst við að við fáum hóp aukatíma í skólanum sem er ekkert mál og það er frítt Wink mjög sniðugt finnst mér.

Jæja jæja best að hætta í bili enda ekki mikið meira að segja frá í bili. Kossar og Knús familien 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband