Húsbóndinn orðinn árinu eldri :)

Já Kristinn átti afmæli á mánudaginn síðastliðinn, við elduðum nautalundir í tilefni dagsins og höfðum það kósý Wink

Stína kom á laugardaginn með 19 kg af jólapökkum,Hangikjöt og nóakonfekt Grin við erum búin að bralla ýmislegt saman eins og  baka 4 smákökusortir, setja upp jólatré (sem verður skreytt í dag) við fórum svo í bæinn í gær og kláraði ég jólagjafirnar og hún gat verslað sér föt. Í dag á bara að slaka á , svo kemur mömmuhópurinn á morgun og annað kvöld erum við að fara á jólabingo hjá TOYOTA , á föstudaginn eru svo jólatónleikar hjá Margréti Svanhildi og svo á að gera eitthvað skemmtilegt á laugardaginn og svo fer Stína heim á sunnudaginn. Kristinn er búinn að fá lánaða "rútu" svo allir komist með á bingo og svo við getum gert eitthvað öll saman Smile

Þegar við  vöknuðum í morgun var allt hvítt úti og fannst Bjarna Haraldi þetta nú frekar skrítið fyrirbæri og var alveg hissa á þessu, hann þekkir jú ekki snjó þessi elska FootinMouth hann benti bara í allar áttir og sagði "se pabbi se " hehe já hann talar dönsku og íslensku í bland. Hann er alsæll hjá nýju dagmömmunni og er eiginlega bara eins og hann hafi alltaf verið þar Wink svo það gengur bara vel með hann þar.Ég  fékk nú hláturskast áðan þegar ég var að hlusta á útvarpið og heyrði að það væri allt stopp í miðbænum og götur lokaðar vegna snjó ,ÞAÐ ER EINGINN SNJÓR það nær ekki einu sinni uppá ökkla hér útí garði þetta er rétt uppá skósóla HAHAHA þessir danir eru alveg ótrúlegir þegar kemur að snjó HAHAHA DANIR OG SNJÓR EIGA EKKI SAMLEIÐ GetLost

Jæja er hætt í bili bið að heilsa ykkur að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Kristinn(betra er seint en aldrei :))

Greinilega fullt af gjöfum, mat og íslensku nammi sem er búið að koma til ykkar. Við fengum einmitt pakka senda í byrjun vikunar - fullt af ísl. SÚKKULAÐI - nammi namm:)

Ekkert skrítið að Bjarni hafi verið hissa, enda ekki mikið um snjó hér í DK. Rakel Talíu fannst þetta svo gaman að hún vildi labba alla leiðina í Vuggestofuna og líka heimleiðina.

Alveg sammála með Dani og snjó - eiga ekki samleið!!!

Hilsen frá Aarhus-genginu.

Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 17:48

2 identicon

Til hamingju með kallinn, verður hann ekki bara betri með aldrinum.  Það á að minnsta kosti við um mitt Brautarhólseintak!!

kv Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Til hamingju með daginn Kristinn. Að sjálfsögðu mundi ég ekkert eftir þessu.

Sjáumst hress og kát um jólin

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 18.12.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband