Föstudagur, 20. nóvember 2009
BJARNI HARALD 2 ÁRA
Í dag á hann Bjarni Harald afmæli, orðinn 2 ára gaur Kristinn skellti í skúffuköku í gær og fór prinsinn með stórt bros á vör með 2x bangsímon kökur ,saftvatn og blöðrur til June sinnar í morgun
svo fáum við okkur köku þegar hann kemur heim og svo fær hann jú að opna alla pakkana sem ættingjarnir eru búnir að senda honum og pakkann frá okkur og svo frá Margréti og Símoni svo það verður nóg að gera hjá honum í dag
Annars eru Margrét Svanhildur og Símon Mikael búin að liggja með svínaflensuna alla vikuna en Margrét er nú að hressast núna og Símon var loks orðin hitalaus í morgun en þau eru bæði enn mjög kvefuð og með ljótan hósta. Við hin sleppum vonandi við þetta en við erum bara búin að vera kvefuð.
Jæja ætla að fara að leggja mig með Símoni þar sem ekki er búið að sofa mikið síðustu nætur og ekki mikið um orku hjá mér
Athugasemdir
Hæ elskurnar mínar
...innilega til hamingju með litla kút
....hlakka til að fá ykkur heim.
Æji ég vona að Símon og Svanhildur nái sér fljótt af þessum óþverra.
Allt gott að frétta, kveðja af Álfaskeiðinu.
Linda frænka (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.