Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
kvefbæli
já hér erum við öll búin að vera kvefuð og krakkarnir hóstuðu í kór í nótt , fallegur söngur það held samt að Margrét og Kristinn séu að klára þetta en ég ætla að hafa Bjarna Harald heima á morgun og hinn svo hann nái að jafna sig fyrir afmælisveisluna sína sem verður á laugardaginn
já hann er að verða 2 ára þann 20 nóv ótrúlegt en satt. Við eigum von á vinafólki okkar frá Gadbjerg, Aarhus og svo Lisbet og Karinu frá suðurjótlandi.
Planið er lika að flytja Símon Mikael inn til Bjarna Haralds á föstudaginn svo mamman fái nætursvefn en ég vakna við hverja stunu frá honum og er því ekki að fá mikinn svefn, Bjarni Harald sefur svo fast að hann á ekkert eftir að vakna við hann (vona ég) en þetta kemur allt saman í ljós vonandi gengur þetta bara vel.
Jæja best að fara að ganga frá þvottinum bæjó
Athugasemdir
Hæ við hlökkum líka til að koma á laugadaginn
.
En við bíðum aðeins með bílinn, tölum um það á laugardaginn.
Knús í kvefbælið mikla
.
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 11.11.2009 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.