Fimmtudagur, 4. janúar 2007
GÓÐANN OG BLESSAÐANN DAGINN :)
Jæja þá er vinnutörnin hjá mér loks á enda og er ég komin í frí fram á miðvikudagskveld Við ætlum í bæinn í dag á Útsölur en þær eru nýbyrjaðar hér í silkeborg, en það er svo týpíst að þetta eru fyrstu jólin sem Margrét fær einginn föt og þá vantar hana virkilega föt ég tók 2x fulla poka úr skápnum hennar um daginn svo það á að fylla það pláss upp í dag eða á næstu dögum
Við höfum það annars mjög fínt erum bara farin að telja dagana til Englandsfararinnar en brottför er nú ekki samt fyrr en 16. feb. en það er allt í lagi að láta sér hlakka til
svo er Kristinn búinn að fá smið til að gera það sem þarf í húsinu ,en við þurfum að láta fylla upp í vegg og búa til hurð , en það er það eina svo jú mála og leggja parket á hluta af húsinu en það gerum við bara sjálf
ætlar smiðurinn að byrja bara strax í byrjun mars svo þetta lítur allt vel út
Svo er það upphitun fyrir flutningana á Laugardaginn þegar við hjálpum Bylgju og Sigfús að flytja Kristinn er vonandi búinn að fá stórann bíl lánaðann í vinnunni í það annars þurfa Krisitnn og Sigfús bara að keyra fram og til baka nokkrum sinnum
En nú er ég hætt í bili.... JÁ SVO ERUM VIÐ EKKI NÓGU SÁTT VIÐ LETINA Í YKKUR AÐ NENNA EKKI AÐ KVITTA HVAÐ ER MÁLIÐ EIGINLEGA ? VERIÐ NÚ SVO VÆN AÐ FARA AÐ KVITTA SVO VIÐ NENNUM AÐ BLOGGA,
Athugasemdir
Hæhæhæ netið er búið að vera svo hrillilega leiðinlegt hérna hjá mér að ég hef ekkert komist inn á neinar síður til að skoða:D En ég er allavega búin að koma og skoða síðuna hjá ykkur:D Var ekki búin að kíkja í nokkra daga út af þessu neti...:( En já við verðum klár í flutninga á laugardaginn, ég er búin að vera að setja í kassa hérna.....við getum bara ekki beðið eftir að flytja í nýju íbúðina, hún er svo flott og STÓR miðað við þessa sem við erum í :D Sigfús er í heimaprófi núna svo verður klárað að pakka á morgun svo allt sé reddý fyrir laugardaginn:D
Sjáumst þá:D
Kveðja úr Aarhus:)
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 16:37
Sæl þið öll! það er alltaf gaman að fylgjast með ykkur! Ég kiki reglulega á síðuna. Þið eruð rosalega dugleg
Kveðja Bergþóra
Bergþóra (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 18:40
Hæhæ og gleðilegt nýtt ár :O)
Gaman að sjá hvað þið eruð dugeg að setja inn myndir núna. Ragn ég er búin að setja inn myndir, dreif í því strax í gær fyrir þig
Mig langar svo að hringja í ykkur og var eitthvað að vesenast með að finna númerið ykkar og ég fann það ekki...geturðu reddað mér því aftur svo ég geti nú heyrt allt um dönsk jól´....
Kveðja Ollý og Birta Huld
Ollý (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.