Fimmtudagur, 15. október 2009
Símon Mikael lasarus :(
Já hann Símon Mikael er sko búin að vera veikur litli kúturinn, hann fékk hita síðasta föstudag og var með 39 - 40 laugardag og sunnudag þrátt fyrir að við værum að gefa honum panodil á 6 tíma fresti svo aðfaranótt mánudags var hann mjög slappur og heitur svo ég mældi hann og var hann þá með 40,9
ákvað ég þá að hringja á læknavaktina. Læknirinn kom og skoðaði hann og tók svo þá ákvörðun að hringja barasta á sjúkrabíl og láta leggja hann inn á barnadeildina í Viborg. Þegar við komum þangað var hann með 40,2 í hita, ofháan blóðþrýsting háan og óreglulegan púls og andaði mjög hratt. Læknunum leist nú ekkert á hann og tóku fullt af blóðprufum,þvagprufu og stungu í þvagblöðruna utan frá og tóku sýni svo átti að taka sýni úr mænunni og setja upp sýklalyf í æð hjá honum. En sem betur fer fór þá stílinn sem hann fékk hjá þeim að virka og leit hann þá aðeins betur út og ákváðu þá læknarnir að bíða með mænusýnið og sýklalyfið. Við sváfum síðan aðeins og svo rauk hann aftur upp í hita þegar stílinn hætti að virka og púlsinn var frekar hár, fékk hann þá annan stíl og mjólk á pela þar sem hann vildi ekkert borða, svaf hann svo meira og var síðan aðeins hressari og borðaði smá kartöflumús, svo sváfum við bæði í 3 tíma og þegar hann vaknaði var hann hitalaus og bara nokkuð sprækur svo við fengum að fara heim. Fékk hann samt stíla áður en við fórum. Kom svo í ljós að þetta var influenza sem hann fékk en ekki bakteria eins og læknarnir hræddust þarna um nóttina. Hann er búin að vera mjög þreyttur og pirraður síðan og fyrst í dag sem hann vildi borða eitthvað að viti og og vildi leika sér á gólfinu, svo þetta er allt saman að koma. Ég er nú líka búin að vera ansi þreytt eftir þetta en þetta tók jú á mig að horfa á hann svona slappan og sjá hvað læknarnir voru áhyggjufullir án þess að þeir sögðu nokkuð strax þá sá ég bara á þeim að þeim leist ekki á hann og líka hverngi þeir litu á hvorn annan þá vissi ég að þeim leist ekkert á hann. En sem betur fer þá var þetta ekkert alvarlegt og hann er að ná sér
Kristinn fór á landsleik til Köben í gær og var svaka stuð og stemning hjá honum hann fékk frímiða gegnum vinnuna og þurfti ekkert að borga sjálfur hvorki rútuna mat eða inn á leikinn.
Á leiðinni var tippað á hvernig leikurinn myndi fara og var Kristinn sá eini sem tippaði rétt og vann hann því rúmar 700 dkr og ekki skemmdi það nú stemninguna hjá honum á heimleiðinni
Margrét Svanhildur og Bjarni Harald eru vetrarfríi núna og erum við bara búin að hafa það kósý heima
Bless í bili Ragna
Athugasemdir
Æ litla skinnið, ömurlegt að veikjast svona. Var þetta venjulega influensan eða svínaflensan?
Dögg (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.