Mánudagur, 1. janúar 2007
Óskum öllum Gleðilegs Árs
Góðan Daginn og gleðilegt ár. Við erum búin að njóta áramótana eins vel og hægt er. Ragna er akkurat núna í vinnutörn og var því að vinna í nótt (nýjársnótt) og það var víst brjálað að gera. Núna er rok og rigning og búið að vera síðan í gærkveldi. Við borðuðum lambakjet frá Nýja-Sjálandi og vorum með franska humarsúpu í forrétt í gærkveldi og sátum svo og spiluðum þar til Ragna mætti í vinnu og ekki var að spyrja að því að Margrét bustaði okkur í öllum þeim spilum sem við spiluðum. Svo þegar Ragna fór í vinnu um 22:30 horfðum við Margrét og Bangsi á Skrímsli HF. Hann var alveg eins og eymingi því að sprengjur og áramót eru ekki alveg eftir hans skapi. Við dópuðum hann en samt var hann með mjög öran hjartslátt. Hann fékk þetta einakvöld að liggja í nýja sófanum okkar og var sófinn teppalagður svo að hann yrði ekki svartur.
Svo var vaknað undir hádegi hérna og liggjum við í sófanum og slökum á enda ekki annað hægt í svona Haustveðri. Horfðum á þetta ömurlega skaup á netinu og urðum fyrir vonbrigðum ÖMURLEGT.
Óskum ykkur öllum aftur Gleðilegs árs og takk fyrir það Gamla. Vonum að við fáum fleirri gesti á þessu ári heldur en síðasta. (fengum samt marga á síðasta ári (takk fyrir það)) Enda verður nóg pláss á Albert Damsvej þegar við loks flytjum. (Mars)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.