Þriðjudagur, 29. september 2009
Langt á milli skrifa núna
Já maður er nú ekki alltaf að skrifa hér inn núna þar sem ekki er mikið í fréttum, allt gengur bara sinn vanagang hér á bæ og allir eru hressir og kátir
Símon Mikael er bara nýr strákur og sefur á nóttinni og 2 góða lúra útí vagni, hann er duglegur að borða og stækkar vel.
Bjarni Harald er orðinn algjör gaur og vill ráða öllu á heimilinu hehe hann verður góður í framtíðinni úffúff hann minnir okkur mikið á Rúnar bróðir Kristins HEHE algjör trúður sko
Margrét Svanhildur er hress og kát ,hún er á fullu í sportinu og nóg að gera hjá henni í skólanum, hún er að læra á blokkflautu í skólanum og mikið fjör þegar hún er að æfa sig okkur hjónum hlakkar mikið til þegar hún fer að hitta betur á réttu tónanna
Já annars er nú bara ekkert að frétta af okkur ég vildi bara láta ykkur vita að við værum á lífi en þið megið alveg gera hið sama og kvitta öðru hvoru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.