Fimmtudagur, 17. september 2009
Jæja jæja
Loksins fór Símon Mikael að sofa, hann er búinn að sofa núna 2 nætur í röð án þess að vakna hann rumskar aðeins en þá er nóg að gefa honum snuðið og laga hann í rúminu nú er bara eins gott að þetta haldi áfram svona. Hann er búinn að sofa 3 góða lúra á daginn síðan á laugardag svo þetta er allt að koma hjá honum.
Dögg mín það er best að leggja hana út að sofa og ef hún vaknar þá er bara að rugga henni þá ætti hún að sofna aftur ég fer oft út og rugga honum smá þá sofnar hann strax aftur, oft þarf kannski að leggja þau á hina hliðina eða láta þau ropa og svo leggja hana aftur niður. Vona að þetta hjálpi þér.
Símon Mikael var í 5 mánaða skoðun og sprautu á þriðjudaginn og er hann orðinn 7,9kg og 68cm svo hann er að stækka vel, en það er einn í mömmuhópnum sem er 9,5kg og 72cm HLUNKUR HEHE mér finnst Símon bara vera písl við hliðina á honum.
Annars er nú ekki mikið nýtt í fréttum hér á bæ við er öll bara hress og kát í haustblíðunni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.