Færslan milli Jóla og Nýárs

 Halló halló já við erum sko búin að hafa það  GOTT hér í danaveldi með Tótu og Halla, við skökuðum vel á á jóladag svo á annan í jólum var brunað til Þýskalands til systir Halla og fengum góðan mat og gistum við þar eina nótt Smile svo var haldið snemma af stað til danmerkur á ný vegna þess að húsmóðirin átti vakt um kvöldið. Já það var nú meiri vaktin það Blush er mér búið að líða hálf ylla í dag og gat ég nú bara dormað í einhverja 3 tíma. En snemma í morgun þá kviknaði í kodda hjá einum íbúanum og sem betur fer áttum við að kikja á hann um þetta leiti annars hefði þetta farið verr. Við fundum einga brunalykt fram á gang en þegaqr við opnuðum inn í herbergið var það FULLT af reyk og koddinn í ljósum logum Gasp eina sem ég og sú sem var með mér hugsuðum var að koma manninum út og byrjuðum við á því að henda koddanum út á stétt og svo að koma manninum í hjólastólinn og fram á gang. Þetta gekk og svo kom slökkvilið og sjúkrabíll en maðurinn þurfti að fara á skadestuen til aðhlynningar. Var kölluð út áfallahjálp fyrir okkur sem vorum á vakt og var fundur haldinn með okkur svo hélt ég heim á leið og um leið og ég gekk út heltist sjokkið yfir mig og labbaði ég  grátandi í losti heim og allt í einu var ég búin að strunsa heim. Átti ég MJÖG erfitt með svefn í dag en náði að dorma Undecided veit ég að hin af vaktinni sváfu ekki heldur svo nóttin í nótt verður erfið Blush Svo megum við hafa samband við áfallahjálpina ef við náum ekki að vinna á þessu næstu 14 daga en við vorum öll í sjokki líka vegna þess að EKKERT kerfi fór í gang Errm sem er MJÖG slæmt Frown en verður vonandi allt í góðu hjá okkur kollegunum sem fyrst. En nú ætla ég að slaka aðeins á áður en ég held á vakt. Mamma og Pabbi fara svo snemma í fyrramálið til Köben og þá verður tómlegt í kofanum Blush Margrét fer til vinkonu sinnar að leika á morgun svo að ég get sofið Sleeping 

En bless í bili Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband