Er orðin ráðþrota :(

Nú veit ég barasta ekki hvað ég á til bragðs að taka með hann Símon Mikael, hann er aftur farinn að sofa MJÖG lítið á daginn og líka á nóttunni. Ég svaf í stofunni síðustu helgi og Kristinn tók hann á nóttunni þá svaf hann vel og vaknaði bara einu sinni og eina nóttina vaknaði hann alls ekki. Hann var farinn að vakna á klukkttíma fresti allar nætur og var búin að gera það í 9 daga svo við fórum með hann til læknis til að láta kikja á hann, hún vildi ekki meina að það væri nokkuð með hann fyrir utan smá þrýsting á eyrum og vildi ekkert gera við því þar sem hann er fá tennur og getur það valdið þrýstingnum.  Nú er ég aftur flutt inn í herbergi og þá leikur hann sama leikinn (klukktíma fresti) Blush við hjónin erum oðrin ansi þreytt og vonum að við náum að venja drenginn af þessu sem fyrst.

Annars er bara allt ágætt að frétta  ég eyði dögunum í að reyna að láta Símon Mikael sofa án þess að ég haldi á honum og gengur það upp og niður. 

Margrét Svanhildur er bara á fullu í skólanum og sundi á mánudögum, fótbolta á þriðjudögum og fimmtudögum út sept og svo er frí frá fótboltanum, hún ætlar síðan að prófa borðtennis í dag og jafnvel að vera í því í vetur.

Bjarni Harald fór stoltur af stað í morgun með bakpoka í bakinu með nesti og vatnsbrúsa en dagmömmurnar eru saman í dag í "paradiserlejeren" hérna rétt fyrir utan bæinn.

Jæja best að fara að gera eitthvað meðan kúturinn sefur

PS nýjar myndir á barnalandinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, ekki gott að Símon Mikael er að vakna svona mikið á nóttunni. Vonandi fer hann að sofa betur.

Bið að heilsa öllum á Albert Dams Vej :)

Kveðja

Bylgja Dögg

Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:01

2 identicon

En leiðinlegt að heyra Ragna mín.  Vonandi fer þetta allt að koma, hvað ertu að gera til að lengja lúrana hjá honum á daginn.  Björk sefur vel á nóttunni en tekur bara stutta lúra á daginn og hún þarf svo að sofa lengur.  upp úr kl 14 er hún farin að væla og kvarta út af þreytu.

 Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:39

3 identicon

Æ litla krúttið Bjarni Harald með töskuna, hehe sé hann alveg fyrir mér. Hann er líka svo mikill vinnumaður.  Vona að Símon fari  að róast á nóttunni. kveðja frá okkur Huldu Rún.

Linda (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband