Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Jæja best að nota tímann og skrifa nokkrar línur hér inn :)
Margrét Svanhildur stóð sig rosalega vel á Fótboltamótinu á laugardaginn en þær unnu alla sína leiki og hún skoraði 5 mörk, pabbinn var ekkert smá stoltur af skvísunni sinni en hún var nú líka vel þreytt eftir þetta mótið enda spiluðu þær 4 leiki og það var vel heitt úti.
Bjarni Harald er orðinn rosa duglegur að fara á koppinn og pissaði í hann í fyrsta skipti í gær og var ekkert lítið ánægður með sig hann er alltaf jafn ánægður hjá June og er hann víst farinn að stjórna á heimilinu þar HEHE en hann vekur krakkana hennar á morgnanna og svo þegar maðurinn hennnar er heima vill Bjarni bara vera með honum eitthvað að bardúsa.
Símon Mikael er farinn sofa 8-10 tíma í einu á nóttinni (flestar nætur) svo ég er farinn að vakna úthvíld á morgnanna Hann er líka farinn að sofa betur úti. Við fórum í mömmuhitting í gær og var svo gaman að sjá hann þar þau eru farin að uppgötva hvort annað svo mikið og liggja bara saman á gólfinu og skoða hvort annað og dótið. Hann var nú svo þreyttur í gær að hann sofnaði í fanginu á mér með skeiðina í munninum ( var að borða grautinn sinn) ég þvoði honum bara og lagði hann út og hann svaf 2 1/2 tíma.
Ég er svo dugleg núna að ég er farin að gera eplamaukið sjálf og geri grautinn frá grunni, ótrúlegt að ég hafi ekki gert þetta líka fyrir hin þar sem þetta er EKKERT mál. Þetta er nátturlega miklu hollara og MIKLU ódýrara.
Jæja best að kikja aðeins í þvottahúsið, alltaf nóg að gera þar á þessu heimili
Athugasemdir
Hæ, alltaf gaman að heyra frá ykkur, Freyja biður að heilsa Margréti. Kveðja, AGLA
Agla (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:34
Ég var að horfa smá á þátt í fyrradag þar sem verið var að kanna tilbúna barnagrauta og af 7 tegundum var bara einn sem stóðst kröfur í sambandi með sykurinnihald í barnavörum. Náði því miður ekki að horfa á hann allan, en þetta hvatti mann allavega í því að gera þetta bara sjálf að sem mestu leiti.
Knús frá Gadbjerg
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 27.8.2009 kl. 15:19
Ég ætla líka að gera barnamatinn sjálf, Thelma vinkona gerði það með sína stelpu og mér fannst það mjög sniðugt. Björk er enn bara á brjósti, hún er byrjuð í ungbarnasundi, ég reyni að vera dugleg að skrifa inn á síðuna hennar og setja inn myndir.
www.tjaldholagengid.shutterfly.com
kv Dögg
doggh@simnet.is (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.