Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Komin heim
Jæja þá erum við komin heim, við komum heim á laugardaginn eða reyndar sunnudaginn (kl:02:30) og voru allir þreyttir eftir ferðalagið svo það var sofið til kl:10:30 á sunnudaginn. Ferðalagið gekk og við skulum bara ekki ræða það meir, en það er semsagt meira en að segja það að ferðast með 2 litla þreytta kúta börnin sváfu síðan öll í bílnum frá köben og voru barasta borin inn í rúm.
Á mánudaginn byrjaði Kristinn svo að vinna Margrét Svanhildur í skólanum og Bjarni Harald hjá dagmömmu en hann er hjá gestadagmömmu þessa vikuna og gengur það bara vel. Þar sem Símon Mikael grætur enn frekar mikið suma daga þá ákvað ég að það væri betra að setja Bjarna til gestadagmömmu heldur en að hafa hann heima og geta lítið sinnt honum Símon Mikael er nú aðeins farinn að sofa betur úti og vona ég að þetta verði betra og betra með hverjum degi.
Við áttum að sjálfsögðu yndislegan tíma á íslandinu góða og var Símon Mikael skírður miðvikudaginn 29 júli Símon bróðir hélt á honum og þetta gekk allt vel, svo var Inga Rósa vinkona svo yndisleg að elda dýryndis kjúklingarétt og gerði sallöt með TAKK aftur kæra vinkona svo bökuðu Harpa og Stína súkkulaði köku
og svo var skýrnarterta allir voru hæstánægðir með daginn og var Símon bara í góðum gír þennan daginn.
við vorum uppí bústað með mömmu,pabba,Svanhildi og Freyju Sóley nokkra daga og nutu Bjarni Harald og Freyja Sóley sín vel í gúmmístígvelum arkandi á efftir afa sínum og héldust í hendur bara sæt saman.
Við hjónin gripum tækifærið og skelltum okkur í bíó og var það bara gott að komast aðeins út án barna.
Strákarnir voru reyndar veikir fyrstu dagna og fórum við með þá á læknavaktina strax daginn eftir að við komum þar sem Bjarni var með yfir 40c og Símon með ljótann hósta og hæsi, þegar við sögðum að við værum að koma frá danmörku panikkaði símdaman og henti í okkur grímum fyrir strákana og við fórum inn á undan öllum sem biðu (sem var reyndar ágætt þar sem það var full biðstofa) héldu læknarnir semsagt fyrst að þeir væru með svínaflensuna en svo var sem betur fer ekki þeir jöfnuðu sig síðan fljótt og urðu sjálfir sér líkir.
Við vorum viku í sveitinni og var nú bara slakað á þar sem Bjarni Harld fékk aftur hita og ljótan hósta og missti eiginlega bara röddina kíkt var til læknis í svetitinn með hann og vildi hann ekkert gera heldur bara bíða og sjá hvort hann myndi ekki vinna á þessu sjálfur, ég og Bjarni Harald vorum síðan bara 2 í kotinu eitt kvöldið meðan hinir skruppu á selfoss í matarboð, þetta var nú bara kósý við fengum okkur pylsu í kvöldmat og horfðum svo á Stubbana og Dodda í leikfangalandi. Símon svaf allt matarboðið og var bara stilltur hjá pabba sínum.
Jæja nú er hann vaknaður svo Bæjó í bili
Athugasemdir
Mikið var gaman að fá að hitta ykkur og sjá krúttið hann Símon Mikael í fyrsta sinn. Bjarni Harald er alveg dásamlegur :) heillaði frænku sína þar sem hann hjálpaði henni að klára baunirnar af diskinum (þvílíkt bros sem frænkan fékk, maður bráðnaði gjörsamlega) og Margrét Svanhildur orðin þvílíkt flott dama! Hafið það gott, knús í hús!
Vilborg frænka á Selfossi (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:17
Gott að heyra að þið skemmtuð ykkur vel á Íslandi og komust heil heim, þrátt fyrir erfitt ferðalag
.
Knús á línuna frá Gadbjerg
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 17.8.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.