Styttist í brottför!

Það er farið að styttast vel í brottför. Við erum á fullu að finna allt til sem þarf að hafa með, búin að gera lista yfir það sem á að koma með og förum vel eftir honum enda erfitt að muna eftir öllu þegar um 5manna fjölskyldu er að ræða. Gott að vita til þess að við megum taka með okkur 80kg með öllu.
Margrét fékk að vita á sunnudagskvöldið að við værum að fara til íslands og sú var sko hissa. Hún hoppaði um að kæti og grét eða hló til skiptis.

Í gær áttum við frúin 7ára brúðkaupsafmæli. (Ullarbrúðkaupsafmæli). Já ótrúlegt hvað tíminn flýgur og að maður sé eins ástfanginn og þá :). Við gerðum samt lítið til að halda uppá það, fyrir utan að Margrét bakaði köku fyrir okkur. (gerum okkur kannski dagamun á íslandi ef við getum platað einhvern að passa).

Jæja best að fara taka til og slá garðinn. 

Sjáumst kannski á skerinu. Kristinn & Family


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Til hamingju með daginn elskurnar.

Hefði nú gjarnan viljað að sjá svipinn á Margréti þegar hún fékk að vita þetta.

Hafið það nú gott á Íslandi og njótið þess að vera með fjölskyldu og vinum.

Knús í hús frá okkur í Gadbjerg

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 21.7.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband