Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Alveg að mygla í vinnunni.
Það er ekki sérstaklega gaman að vera að vinna þessa dagana. Þegar hitinn er um og yfir 25c og raki þá er best að vera heima á stuttbuxum en ekki í svörtum buxum og skyrtu í glerkassa (vinnustaðurinn er með stóra glugga í hásuður).
Það er líka erfitt að einbeita sér þegar fríið er rétt handan við hornið. Það er frekar lítið að gera og ekki margir bifvélavirkjar í vinnunni í dag. Þetta er spurning að halda þetta út í 11/2 dag í viðbót.
Bjarni og Símon voru í sprutum núna á þriðjudaginn og Símon fékk hita greyið eftir það svo hann er búin að vera frekar lítill og stuttur þráður í skapinu (mamman segir að það komi frá pabbanum :(=
Margrét er búin að vera dugleg að hjálpa til heima við með að passa Bjarna því hann er í fríi. Ragna hefur svo verið dugleg að labba með ungahópin sinn út á róló og leifa þeim að fá smá útrás og Bjarni er alveg voðalega ánægður með það, getur hreinlega dundað sér tímunum saman með skóflu og fötu.
Jæja best að fara að gera eitthvað til að láta tíman líða.
Kveðjur frá sumarblíðunni í DK - Kristinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.