Góður dagur :)

Já í dag erum við búin að eiga góðann dag, það var foreldrakaffi í frístundinni og fórum við að sjálfsögðu í það, fengum við kaffi og "æbleskiver" eða eplabollur sem eru spes danskur siður fyrir jólin maður hitar þær og hefur svo sykur, flórsykur og sultu á disk og dýfur svo eplabollunum þar í , þetta bragðast nú bara nokkuð vel Grin en þegar við mættum á svæðið spurði einn starfsmaðurinn okkur hvort við þekktum ekki þessar eplabollur " við alveg nei " en þá hafði hún Margrét okkar spurt fyrr um daginn hort hún mætti ekki fá eina svona KARTÖFLU HE HE Tounge fannst þeim þetta frekar fyndið HE HE .

Við brunuðum svo heim og skiptum um föt og fórum svo á PIZZA ROMA og fengum okkur að borða ROSA GOTT Grin svo var bara slakað á í kvöld yfir TV. Kristinn fékk að sjálfsögðu pakka , en við mæðgur gáfum honum bók ,en þeir sem þekkja Kristinn vita hvað hann er mikill bókaormur og hann er búinn að finna sér danskann höfund sem hann kann vel við og fékk hann bók númer 2 í afmælisgjöf og var ALSÆLL  með það. Það er búið að vera ERFITT fyrir mig að banna honum að kaupa sér þessa bók síðastliðna daga hef reynt að segja honum að bíða eftir kiljunni HE HE HE Tounge Hann bauð uppá rúndstykki í vinnunni og íslenskt nóa konfekt sem danirnir kunnu VEL að meta. Ég er að fara að vinna en ég er aðeins betri í höndinni Wink og vona ég bara að það haldist þannig.

Jæja ég minni enn og aftur á gestabókina og athugasemdirnar hér fyrir neðan, og við þökkum fyrir þær afmæliskveðjur sem Kristinn fékk í dag Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband