Mánudagur, 22. júní 2009
LOKSINS LOKSINS
Já loksins hef ég tíma í að skrifa smá færslu hér inn , það er nú ekki eins og það sé mikið nýtt í fréttum frá síðustu færlsu en maður verður nú að halda þessari síðu gangandi
Símon Mikael er orðinn aðeins betri en hann er byrjaður í meðferð hjá barnakiropraktor þar sem hann er mjög stífur í hálsinum og vill helst horfa til hægri. Hann sefur samt ekki mikið á daginn en hann er hættur að gráta svona mikið þó hann vaki. Hann er mjög brosmildur og hló í fyrsta sinn á föstudagskvöldið BARA SÆTT
Annars er ekkert í fréttum hér á bæ , sumarið er bara komið á ný með yfir 20c og sól svo allir fóru léttklæddir af stað í morgun
Jæja ætla að fara að sækja miðju ungann og húsbóndann bless í bili
Athugasemdir
Gott að heyra að hann er að verða betri. Hjá okkur gengur allt mjög vel, litlan notar náttgallana frá Símoni á hverri nóttu, takk kærlega fyrir kjólinn, hann er algjört æði. Þða verður gaman að fara með hana í skírnarveislu í svona fínum kjól.
Vefsíðan hennar er www.tjaldholagengid.shutterfly.com
heyrumst Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:10
ég gleymdi að segja að lykilorðið er sú tegund af gæludýri sem síðast var á tjaldhólaheimilinu
Dögg (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:11
Hæ yndislega fólk. Vildi bara kvitta fyrir innlitið. Knús á ykkur.
Ollý (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:44
Hæ elskurnar, vona að eitthvað fari nú að minnka hitinn hjá ykkur. En hlakka til að sjá ykkur bráðlega.Hulda er spennt að hitta vinkonu sína en hún verður í vist á Brautarhóli vikuna sem þið komið heim.
Linda (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.