Orðinn árinu eldri

Já húsmóðirin á bænum varð árinu eldri síðasta sunnudag Wink Bjarni og Oddný(foreldrar Kristins) komu til okkar á laugardaginn og voru hér fram á þriðjudag. Sunnudeginum var eytt í dýragarði í Ebeltoft og fannst Bjarna Harald það sko ekki slæmt og var hann sko alveg í essinu sínu en hann er mjög mikið fyrir dýr. Símon Mikael var svo stylltur að hann svaf allan daginn Wink Margrét Svanhildur naut þess að vera með ömmu sinni og afa. Um kvöldið fórum við svo út að borða á Bones. Svo þetta var bara hinn fýnasti afmælisdagur Grin

Á mánudaginn lá svo leiðin niður í bæ og var pínu verslað þar og kikt á mannlífið. Þriðjudagurinn var svo bara heimadagur. Bjarni og Oddny fóru svo um kvöldið Kristinn keyrði þau til Billund Takk aftur fyrir komuna þetta var yndislegur tími með ykkur . Ég fór með krakkana á sumartónleika í skólanum en Margrét er búin að vera í musik í vetur og söng hún ásamt sínum hóp 5 lög Whistling Bjarni Harald var nú eitthver púkarass þetta kveldið og lét mömmu sína hlaupa um ALLT á eftir sér með Símon Mikael grátandi í fanginu ÚFF þetta var ekki auðvelt Blush en við fórum síðan bara heim í hléinu þegar Margrét var búin að syngja svo að hinir foreldrarnir gætu heyrt restina af tónleikunum HEHE

Ég fór með Símon Mikael í svæðanudd í dag og vonum við að það hafi hjálpað honum eitthvað og hann fari að róast eitthvað í maganum.

Jæja nú hef ég barasta ekki fleirra í fréttum annað en að það eru komnar nýjar myndir inn á hina síðuna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband