Mánudagur, 11. desember 2006
Margrét lasin :(
Já skottan okkar vakti mig um miðnætti í nótt, með því að öskra ÉG ER BÚIN AÐ GUBBA MAMMA ég var ekki að trúa þessu en jújú ALLT í ælu í herberginu hennar og hún NÁFÖL í framan þessi elska
Hún gubbaði nú ekki meira en er frekar slöpp í dag.
Ætla ég svo að gera jólahreingerningu á herberginu hennar í dag Kristinn skrapp á pósthúsið með jólakortin til ykkar
og svo ætlar hann að koma við í sjoppu og kaupa kók og snakk handa skottunni og einnig leigja eins og eina videomynd fyrir hana. Hann fer svo á kvöldvakt í kvöld en hann skipti á fimmtudeginum þar sem hann á jú afmæli á fimmtudaginn og langaði að vera heima það kvöldið
Vona ég nú að Margrét hressist í dag og mæti spræk í skólann á morgun Hún er búin að vera að gera allskonar jólajóla í frístundinni einn daginn kom hún heim með þessa líka flottu aðventuskreytingu og svo í síðustu viku gerðu þau brjóstsykur og kom hún heim með fullan poka af þeim á föstudaginn NAMMI NAMM rosa góðir hjá henni
Svo á miðvikudaginn fer hún í kirkjuna með skólanum en eldri krakkarnir sýna jólaleikrit, fékk hún boðskort með heim um daginn
En nú ætla ég að fara að þrífa herbergið hennar heyrumst síðar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.