Fimmtudagur, 14. maí 2009
Búin að eiga yndislegan tíma...
með mömmu og pabba Takk aftur fyrir allt og alla hjálpina í húsverkunum
Við náðum í þau í Aarhus en Kristinn reddaði þeim bil frá Köben svo keyrðu þau til Aarhus og við sóttum þau þar, laugardeginum var svo eytt í bíltúr til Ebeltoft og smá sætsýn um sveitaveigina sunnudagurinn var brara heima dagur, kallarnir voru duglegir í garðvinnunni og við kellurnar vorum að bardúsa ýmislegt innan dyra ásamt því að liggja í sólbaði
Á mánudaginn fórum við svo öll í bæinn með strætó og var pínu eytt þar, ég var dressuð upp af mömmu og pabba (afmælisgjöf )
og Margrét Svanhildur verslaði slatta á sig en hún átti pening frá afmælinu sínu og vildi kaupa sér föt fyrir það. Bjarni Harald svaf nú allan bæjartúrinn en það var verslað líka á hann
Símon Mikael er búinn að fá svo mikið af fínum fötum og vantar ekkert í augnablikinu svo hann fékk ekkert í þetta skiptið. Mamma og pabbi voru nátturlega með fullar töskur af gjöfum (eins og alltaf)
og voru öll börnin dressuð upp af þeim
þriðjudaginn var ég bara heima með mömmu,pabba,Bjarna og Símoni, mamma og pabbi skruppu reyndar á efnaútsölu og gerðu góð kaup þar (ekki slæmt að detta niður á það) svo var leikrit í skólanum hjá Margréti og fórum við þangað kl:17 Margrét Svanhildur var í 2 atriðum,hún var fyrst prinsessa í öskubuskukjól og svo var hún í dansatriði en þær voru 4 sem dönsuðu við MONEY MONEY með ABBA, hún stóð sig eins og hetja og vorum við ekkert smá stolt af henni
Mamma og pabbi tóku svo lest héðan frá Silkeborg í gær og átti Margrét frekar erfitt með að kveðja þau en hún er búin að vera með MIKLA heimþrá uppá síðkastið litla skinnið ég vona að það fari að lagast það er svo erfitt að sjá hana svona leiða
Bjarni Harald var alsæll að hafa ömmu sína og afa og var sáttur með að vera úti alla daga með afa sínum að bardúsa í garðinum
Símon Mikael er farin að sofa betur á daginn og borðar og borðar og stækkar og stækkar.
Jæja bless í bili
Athugasemdir
Æi greyið það er alltaf erfitt að kveðja:(
Við erum með afmæli fyrir strákana á laugardaginn, endilega að taka hann frá, ég læt þig vita betur með tíma en ég reikna með í hádeginu:)
Knús á línuna
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 18.5.2009 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.