Föstudagur, 8. desember 2006
HALLÓ ALLIR !!
Jæja það er enn mjög skrýtið desember veðrið hér hjá okkur í danaveldi, eða 15c hiti og rigning. Það ringdi svo mikið í gær að ég var eins og hundur á sundi þegar ég kom uppí skólann hennar Margrétar, það var svo mikið rok að það þýddi ekkert að nota regnhlíf. Svo tókum við nú bara strætó heim en ég var öll rennblaut og þurfti að hafa alskipti við heimkomu Við bökuðum piparkökur og vanilufingur í gær og tókst mjög vel
Í morgun fór ég svo í nudd og kikti svo aðeins í búðir. Ég er búin að redda pössun annað kvöld svo að við komumst bæði á jólahlaðborð
sem að verður eflaust mjög gaman. En það er ein í vinnunni sem ætlar að fá Margréti í heimsókn hún á 8 ára tvíbura svo þetta verður bara gaman fyrir Margréti. Við erum svo búin að kaupa miða á HAPPY FEET sem verður frumsýnd hér um helgina þetta er víst mjög skemmtileg fjölskyldu mynd og erum við búin að bjóða Jóhönnu vinkonu Margrétar með, við förum á bíóið semsagt á sunnudag = nóg að skemmtun um helgina
Í kvöld á að slaka á baka pizzu frá grunni í kvölmat og hafa það VERULEGA KÓSÝ
MUNIÐ AÐ GESTABÓKIN BÝTUR EKKI OG HAFIÐ ÞAÐ SEM ALLRA BEST UM HELGINA
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.