Loksins gefst mér tími.....

til að blogga smá Smile en þar sem hann Símon Mikael er ekkert of duglegur að sofa á daginn og þá gefst mér nú ekki mikill tími til  afslöppunar í tölvunni Errm en hann sefur sem betur fer ágætlega á nóttunni.

Við buðum Bergþóru & CO í hádegisgrill og kaffi á sunnudaginn í tilefni afmæli Margrétar Svanhildar, þetta var mjög góður dagur og Bergþóra var dugleg að stússast í Símoni Mikael TAKK aftur fyrir kommuna það er alltaf gaman að fá ykkur Kissing

Ég var svo með litla kútinn hjá lækninum í morgun og er hann nú aðeins búinn að léttast, hún vildi meina að hann sé ekki að fá nóg að borða og sagði mér að fara að gefa honum stærri máltíðir(þá fer hann kannski líka að sofa betur ) annars var hún bara ánægð með hann. Ég á svo að mæta aftur með hann eftir 2 vikur í vigtun.

Ég er byrjuð á námskeiði hjá kommununni en þetta er svona námskeið fyrir nýbakaðar mömmur, og felst í að aðstoða mann í að léttast og halda vigtinni. Við munum hittast í 1 ár og kílóin eiga að fara hægt og rólega Wink 

Svo fékk ég líka bréf í morgun um að ég er komin í mömmuhóp og byrjar það 19 maí þá verður nóg að gera hjá mér og Símon Mikael, mömmuhittingur á þriðjudögum og námskeið á miðvikudögum Smile

Mamma og pabbi eru að koma til okkar á morgun og ætla að vera hjá okkur í 5 daga. Okkur hlakkar öllum MIKIÐ til að fá þau. Margrét Svanhildur er líka svo ánægð því þau  ná að sjá hana sýna leikrit á þriðjudaginn Grin 

Jæja ég þarf að fara að sækja Bjarna Harald bless í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Takk aftur fyrir okkur, þetta var mjög gaman. Knús í hús og hafið það gott með foreldrum þínum.

Kveðja af klakanum:)

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband