Frumburðurinn átti afmæli í gær.....

Já hún Margrét Svanhildur er orðinn 9 ára skvísa, þar sem við vorum netlaus í gær kom einginn afmælisfærsla hér inn á afmælisdaginn hennar svo nú er ég búin að bæta úr því Wink

Hún hélt afmæli fyrir stelpurnar úr bekknum á sunnudaginn í Aqua og gekk það vonum framar, þetta var mjög skemmtilegur og velheppnaður dagur og hún var alsæl með daginn. Bjarni Harald var í essinu sínu,hljóp fiskibúranna á milli og klýndi andlitinu upp að glerinu, svo hékk hann á handriðinu þegar otrarnir fengu að borða eitt bros í framan HAHA það var yndislegt að fylgjast með honum, hann naut sín sko alveg í botn Grin og brosti eyrnanna á milli.

Prinsessan fékk svo afmælisköku í gær og hún fékk að ráða kvöldmatnum og varð kínamatur fyrir valinu hjá henni Smile

Hjúkkan kom svo aftur í gær og er hún hæst ánægð með Símon Mikael, hann er orðinn 3,5 kg og 51,5cm svo hann dafnar vel og er kominn með bollukinnar og ættarsvipinn frá mér undirhökuna flottu Grin

Jæja nú kallar prinsinn á mat en hann sefur úti í vagni í 1.sinn 

bless í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ öll. Margrét okkar..til hamingju með afmælisdaginn þinn.. vð Hulda værum á leiðinni ef það væri 2007 hehehehe.....en svona er þetta ...við erum að skoða krúttaradrenginn Símon og Bjarna og Margréti og Bangsa og okkur langar svooooooooooo að fá okkur eina ferð en.....seinna....

Bestu kveðjur úr Hafnarfirði Linda og Hulda Rún.

Linda frænka (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband