Komin jólalitur

Já þá er búið að skella jólalit á síðuna en því miður fann ég einga Jólamynd Errm en þetta verður bara að duga. Í nótt voru þrumur og eldingar 10c hiti og ROK frekar furðulegt Desember veður, og voru þær að segja í vinnunni að það hafi ekki verið svona hlýtt í desember síðan sjautjánhundruð og súrkál Undecided og finnst þeim þetta mjög skrýtið veður.
Nú er Margrét í afmæli og ég er að fara að vinna í kvöld en ég skulda einni í vinnunni vakt og ætla að borga skuldir mínar í kvöld, svo er ég komin í frí Wink Við ætlum að klára að græja jólakortin um helgina og senda af stað á mánudag, svo þið fáið þau vonandi fyrir jól, við vonum líka að einhver nenni að senda okkur kort OKKUR FINNST SVO GAMAN AÐ FÁ jólakort Grin Ég veit að við fáum allavega 2 kort eitt frá Bylgju sem var að vinna með mér á Rofaborg en býr nú í Aarhus, svo efast ég nú um að hún systir mín sleppi kortinu til mín í ár þrátt fyrir að þurfa að senda það á milli landa InLove en við vonumst allavegana til að fá fleiri en 2 kort. Við hjónin erum vonandi að fara á jólahlaðborð með TOYOTA en við erum ekki búin að redda pössunBlush ,vonandi reddast það, annars verður Kristinn bara að fara 1 en mig langar að sjálfsögðu að fara líka og prófa Danskt jólahlaðborð en það kemur í ljós hvort ég kemst Wink

En jamms og jæja ég ætla að kveðja ykkur í bili, kveðja frá vorhitanum í danaveldi KissingInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég sendi jólakortið til ykkar í gær....vona að þið fáið það:D Annars ferð það á flakk um Danmörk en ég vona ekki...hhehehe:) Allavega flottur jólalitur á síðunni, bara aðeins að kíkja upp úr lærdómnum:D kveðja frá aarhus

Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband