Simon Mikael 3 vikna í dag

Já litli snúðurinn okkar er 3 vikna í dag , hann er orðinn tæp 3 kg og dafnar vel. Hann mætti nú samt sofa aðeins betur á daginn svo mamman komi einhverju í verk en hann sefur vel á nóttunni svo það er best að vera ekkert að hvarta Smile

Annars er bara lítið í fréttum núna allir eru hressir og kátir og sumarið að koma, spáin hljóðar uppá 20-22 c og sól um helgina ef þið viljið kikja i kaffi Grin þá erum við heima við Wink 

Við erum að fara að halda uppá afmælið hennar Margrétar Svanhildar á sunnudaginn, hún og ein úr bekknum ætla að halda saman uppá afmælin en það eru bara 3 dagar á milli þeirra. Herlegheitin verða í Aqua en það er svona ferskvatnsdýrasafn með fullt af flottum fiskum og öðrum dýrum, þær fá að sjá dýrunum gefið og svo fá þær pizzu og fleirra góðgæti og svo er rosa flott útileiksvæði sem verður líklegast notað vel ef veðurspáin rætist Wink 

Kristinn er byrjaður á fullu í vinnunni og er nóg að gera hjá honum þar, og við Símon Mikael höfum það kósý heima í brjóstaþoku og pelagjöfum Tounge

Jæja er hætt í bili bæjó 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband