Miðvikudagur, 15. apríl 2009
KOMIN HEIM :)
Jæja við mæðginin fengum loks að koma heim á sunnudaginn (páskadag) Símon Mikael dafnar vel og er orðinn duglegur að drekka bæði brjóst og pela Við fórum svo með hann í vigtun á spítalanum í gær og er hann að komast í fæðingarþyngd. Heimahjúkkan kikir svo á okkur á morgun.
Margrét Svanhildur og Bjarni Harald eru rosa kát að vera búin að fá okkur heim, Bjarni Harald er ótrúlega góður við litlabróður sinn og er alltaf að kyssa hann og knúsa við leyfum honum að fylgjast með þegar við erum að skipta á litla kút og finnst honum svaka sport að fá að standa uppá stól og halda í höndina á Símon Mikael við skiptiborðið
Margrét Svanhildur er alltaf jafn dugleg að hjálpa til og gefur litla kút pela.
Við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar
Er að fara að setja inn fleiri myndir á barnalandið
Athugasemdir
Æðislegt að allt skuli ganga svona rosalega vel
Knús og kossar
Jóhanna Elín
Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.