Skírdagur 2009

Svo er páskahelginn uprunninn. Við erum á fullu að taka til í garðinum eftir veturinn og fáum líka til þess þetta fína vorveður 15-20c og sól. Bjarni er ekkert smáhrifinn af að geta verið úti í stígvélum og pollabuxum í sandkassanum sem pabbi hans smíðaði. Ég keypti mér mosa skerara og er á fullu að hreinsa grasflötina okkar enda ekki mikið af grasi í flötinni.Svo eru líka öll hin verkin sem þarf að gera, enda er það þannig með gamlan gróin garð með nóg af plöntulífi að alltaf er hægt að finn eitthvað að dunda við.

Ragna liggur enn á spítala með Símon Mikael en hann er ekkert sérstaklega duglegur að taka á móti næringu. En góðu fréttirnar eru þær að þau eru flutt til Silkeborg þannig að það er ekki eins langt að fara. Það var líka 30mín akstur til Viborg en aðeins 5mín til Silkeborg sygehus. Þau hafa það samt gott og strákurinn er hraustur og fínn. Ragna er líka öll að koma til eftir sjúkrabeðs legu síðan í Janúar.

 Jæja læt þetta duga í bili. Bestu kveðjur frá DK.

Kristinn, Ragna Steinunn, Margrét Svanhildur, Bjarni Harald og Símon Mikael.

(úff þvílík runa :) )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska Silkeborg :)

Vonandi fara Ragna og Símon Mikael að koma heim. Ragna vill örugglega fara að komast heim til ykkar. Voðalega ertu duglegur í garðinum Kristinn ;) Við þvoðum glugganna okkar í morgun eftir að stór áttfætlingur komst inn í og endaði í rúminu okkar-ekkert mjög spennandi að fara að sofa eftir að hafa séð kónguló í rúminu-jakk!! Vorið er sem sagt komið ;)

Allavega vonandi komumst við í heimsókn til ykkar bráðum.

Hilsen frá Aarhus 

Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband