Helgin

Jæja þá er komin ný vika Smile Við hjónin og Bjarni Harald vorum bara heima við alla helgina, Kristinn var duglegur í húsverkunum og Bjarni Harald var duglegur að sofa úti vagni svo pabbi hans gæti verið duglegur inni Grin ég var dugleg að liggja á sófanum og í rúminu en var með frekar mikla samdrætti á laugardaginn ,ákvað að leggja mig inní rúm og athuga hvort það myndi hjálpa og við það hættu þeir að vera reglulegir svo ég var ekkert að fara uppeftir,lá svo í rúminu mest allan gærdaginn GetLost

Margrét Svanhildur var BUSY alla helgina og sást lítið hér heimavið. Hún fór á Handboltaslut helgi á föstudaginn kl:16 spilaði þar 5 leiki og svaf þar, kom fyrst heim kl:16 á laugardaginn. Hún var alsæl með þetta og með medaliu um hálsinn, en hún var ÞREYTT Sleeping og var ánægð að leggjast í rúmið sitt það kvöldið. Svo í gær fór hún til bekkjarsystur sinnar og var þar að leika allan daginn.

Nú fer að  styttast í að Bjarni Harald láti verða af því að fara að labba en hann er farinn að sleppa sér og tekur nokkur skref svo þetta er allt saman að koma (enda kominn tími til ) hann er fá 4 tennur í viðbót núna og verður þá kominn með 16 stk af þeim Grin já hann er duglegur í að hrúa tönnslunum niður.

En þið verðið nú að fara að bæta ykkur í að kvitta bæði hér og á barnalandinu USS USS þetta gengur ekki Angry ég nenni varla að vera að skrifa eða setja inn myndir þegar maður fær ekkert kvitt í gestó Frown  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Það er nú gott að þú skulir vera svona dugleg að liggja, ég færi yfirum. En eins og ég segi alltaf "það er gott að eiga góða menn til að hjálpa okkur".

Ég er alveg sammála þessu með kvitterí hérna inni, maður er varla að nenna þessu orðið, enda alltaf lengra á milli blogga.

Jæja elska best að ég haldi áfram að reyna að finna einhverjar heimildir fyrir IIS prófið mitt.

Knúsíknús og farið vel með ykkur, hlakka til að sjá ykkur aftur.

Bergþóra

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 9.3.2009 kl. 14:52

2 identicon

Halló ;o)

Það verður öruggleg ekki langt í að þið verðið komin með lítinn "Labbara" hehe

Það er frábært að fá að filgjast með fótbolta stelpunni... fer ekki á mót án þess að koma heim með metalíu, ekki smá dugleg

Og Ragna mín ertu búin að lesa allar bækurnar á heimilinu...og vinna úr allri handa vinnunni þinni???

Héðan er allt gott að frétta... þó svo að "kreppan" sé aðeins farin að býta mann í bossann

Knús og kossar

Jóhanna Elín

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 15:45

3 identicon

Kvitti, kvitti kvitt

Ég sakna þín á scrapbook síðunni, hvar ertu?

kv Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:16

4 identicon

Hæ hæ.

Vorkenni þér mikið að þurfa að liggja svona allann daginn...ég væri orðinn brjáluð. EN þú færð yndisleg verðlaun í staðinn...lítið kríli eftir nokkrar vikur.

Vona að þið hafið það gott.

KV Harpa

Harpa úr eldhúsinu á Geislabaugi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:10

5 identicon

Blessuð Ragna og þið hin :) Ég kíki nú af og til hér inn til að fylgjast með ykkur. Bestu kveðjur frá okkur öllum til ykkar.

Vilborg frænka á Selfossi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband