HELLÚ

Það er nú ekki mikið af frétta af okkur þessa dagana þannig að ég hef ekkert verið að blogga neitt.

Kristinn er bara ALLTAF á fullu í vinnu og heimilsverkunum, Margrét Svanhildur í skólanum, BjarniHarald hjá June og ég á sófanum eða í rúminu.

Ég fékk bréf í síðustu viku og fékk að vita að ég er kominn með meðgöngusykursýki svo maður getur ekki einu sinni huggað sig með smá slikki Blush en ég fitna þá ekki af því á meðan Wink já maður verður bara að leika pollýönnu þessa dagana og sjá það jákvæða við alla hluti Wink ég fer í nálastungur 1x í viku og er það aðeins að hjálpa mér að sofa á nóttinni og svo er ég líka kominn með grindargliðnun að framan og aftan( kenni endalausri rúmlegu um það) svo það er bara gott að ég fæ nálastungur við því.

Kristinn var í fríi í gær og hlóð hann batteríin vel með því að sofa og lesa og bara gera EKKI NEITT Smile hann á svo mikið frí inni og ákvað að taka svona einn dag og hlaða batteriin.Enda er búið að vera mikil pressa á honum og verður það eitthvað áfram svo honum veitti sko ekki af 1x frídegi.

Var að setja inn myndir á barnalandið 

Knús Ragna og allir hinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband