Kominn tími á færslu

Ég ætla að byrja á að óska henni Ollý vinkonu ynnilega til hamingju með daginn , vona að þú eigir góðann dag og að þú fáir að eiga hann í friði fyrir litlu frænku, er hún kannski kominn í heiminn??

Ég ligg bara og ligg og þannig líða mínir dagar, ég fékk síðan svo slæman verk í kúluna á laugardaginn að ég ákvað að láta líta á mig þegar ég kom niðureftir voru samdrættir með 6 mín á milli og ég var mjög aum í kúlunni Frown samdrættirnir róuðust svo en ég var lögð inn yfir nóttina vegna verkjarins í kúlunni, var síðan betri á sunnudaginn og fékk að fara heim Wink læknirinn vildi meina að magavöðvarnir væru orðnir mjög aumir vegna allra samdráttanna svo ég var bara ánægð að það sé ekkert alvarlegt í gangi og ligg bara áfram heima.

Kristinn tók sig til og bakaði vatnsdeigsbollur á laugardaginn og voru þær nú ansi flatar svo það var bara sett súkkulaði á aðrahvora og svo gerð samloka Tounge  þær voru MJÖG bragðgóðar Grin  Margrét klæddi sig svo upp á sunnudaginn og labbaði í hús með vinkonum sínum að syngja en það var öskudagur hér á sunnudaginn og þá labba börnin í heima hús og syngja og fá pening eða nammi fyrir sönginn. Hún endurtók svo leikinn á mánudaginn með Johonnu vinkonu sinni og græddi hún helling af nammi og peningum Grin kötturinn var sleginn úr tunnunni í skólanum og líka hjá Bjarna Harald í leikstofunni, Margrét Svanhildur var KUNGFU stelpa og Bjarni Harald var hundur en Margrét átti svona dót úr IKEA með höndskum,skotti og svona á hausinn, Bjarni notaði nú bara þetta á hausinn og var BARA sætur sko og var alsæll með sig Smile

Ég  eyddi síðan mánudagsmorgninum í sykurtest en ég er sko BARA feiginn að það sé yfirstaðið ég kúgaðist og kúgaðist þegar ég drakk fulla flösku að þessu sykurógeði Crying og svo þurfti ég að sitja þarna og bíða í 2 tíma og svo var tekinn blóðprufa og svo heim. Ég fór svo í nálastungur í gær og vona ég bara svo ynnielga að það nái að hjálpa mér eitthvað en ég er orðinn frekar aum í grindinni að framan, hún setti líka nálar í ennið og höfuðið sem á að hjálpa mér að sofa betur en ég er ekki búinn að ná að sofa vel í rúma viku núna, næ ekki að festa svefninn heldur bara dorma Blush og viti menn ég fékk bara þokkalegann nætursvefn í nótt Grin vona bara að það haldist þannig eitthvað áfram.

Jæja best að fara að fá sér í gogginn maður þarf víst að passa að borða líka Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Silkeborg :)

Vonandi helst litli kútur inn í bumbunni sem lengst. Ragna, farðu vel með þig og haltu áfram að gera ekki neitt, ég veit að það er ekki gaman. Greinilega fjör hjá Margréti að labba í hús.

Kveðja frá Aarhus

Bylgja Dögg og co.

Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:39

2 identicon

Hæ elskurna mínar. Já þetta hlýtur að vera frekar þreytandi að liggja svona, en Ragna mín þetta verður fljótt að líða, og áður en þú veist af er þetta búið...ertu ekki bara alveg nýbúin að eiga Bjarna Harald og hann er orðinn rúmlega eins árs..tíminn flýgur...(kannski ekki eins og þegar maður er að bíða.)...og rosa góðar kveðjur frá okkur hér í Hafnarfirði.

kveðja Linda og Hulda Rún

Linda og Hulda Rún (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband