Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Tíminn líður hægt en líður þó
Það er hægt að segja að tíminn líði frekar hægt hjá mér þessa dagana en hann líður þó með hjálp STIEG LARSON bók NR 2
Það var nú ansi kósý að hafa alla heima hjá sér í nokkra daga í síðustu viku og var Kristinn super duglegur að dúllast með krökkunum, þau kiktu meðalannars í IKEA og svo var keypt notað rúm handa litla kúlubúanum en ég fann rúm á netinu og er það alveg eins og rúmið hans Bjarna Haralds svo þeir verða í eins rúmum.
Svo kom nú snjór hér á sunnudaginn og þau drifu sig út að gera snjókarl og Bjarni Harald prófaði rennibrautina og róluna í garðinum og var hann sko alveg að fýla það og brosti eyrnanna á milli, það var svo gaman hjá honum í snjónum að það var yndislegt að fylgjast með honum.
Bjarni Harald átti nú frekar erfiðann dag í gær en hann var semsagt í leikstofunni og ein dagmamman í hópnum er með stelpu sem BÝTUR og tók hún sig til og beit litla kútinn minn 2x fyrst í ennið og svo rétt undir augað og hún náði svo góðu taki undir auganu að June varð að troða puttanum uppí hana til að hún sleppti takinu en það blæddi ekkert svo það þurfti ekkert að sprauta hann, svo tókst honum að detta beint á nefið og rispa það soldið Hann varð rosalega sár úti þessa stelpu og vona ég bara að haldi sig í hæfilegri fjarlægð frá henni næst. Það sér svo á honum að við tókum myndir sem koma á hina síðuna í lok mánaðarins.
Við hjónin fórum svo í foreldraviðtal hjá Dagmömmunni áðan og er hún alsæl með hann, segir að hann sé alltaf svo kátur og glaður piltur svo hún hafði bara gott um hann að segja
Jæja ætla að henda mér á sófann
Ps það er EKKI bannað að kvitta
Athugasemdir
þetta líður þó hægt gangi. Ertu eitthvað að föndra?
Dögg (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.