Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Lenti á spítala :(
Já ég fékk aftur hríðar á sunnudaginn lá hér á sófanum frá 14-17 með 5-10mín á milli og vonaðist að þetta gengi nú bara yfir en neinei ég var neydd til að fara uppá deild var skellt þar í monitor og sást þá að þetta voru hríðar(ekki samdrættir) með 6-7 mín á milli :( leghálsinn var skannaður og er hann búinn að styttast um 30% á 2 vikum :( svo ég var lögð inn og fékk lyf 3x en fékk svo að fara heim í gær en á að liggja fram að fæðingu :( má ekkert halda á Bjarna Harald og er það frekar erfitt að geta ekki sinnt honum almennilega en þetta tekur jú allt enda og best fyrir litla kútinn að ég hlusti á læknana og liggi.
Margrét Svanhildur er í vetrarfríi og er því heima núna Kristinn og Bjarni Harald eru svo í fríi á morgun og hinn svo allir fá langa helgi hér á bæ :)
Jæja best að leggjast útaf áður en allt fer af stað aftur Knús
Athugasemdir
Hæ elska!
Farðu nú vel með þig, svo þú haldir litla stubb sem lengst inni
.
Sumarbústaðaferðin okkar bíður þá bara þangað til að nýjasti meðlimurinn kemst með
.
Knús frá okkur í Gadbjerg
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 11.2.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.