Greynilega ekki fædd til að ganga með börn

Það er ekki hægt að segja að það eigi að vera auðvelt fyrir mig að ganga með börnin mín en hvað leggur maður ekki á sig til að fá gullmola í hendurnar.

ég er búin að vera með samdrætti síðan ég var aðeins kominn 18 vikur á leið en ekki svo slæma og aðalega á kvöldin, svo á miðvikudaginn voru þeir ansi slæmir og allan daginn fór ég bara að sofa snemma og mætti svo í vinnu á miðvikudaginn með samdrætti, samdrættirnir jukust bara og jukust um 11 leitið leist konunum í vinnunni ekkert á mig og létu mig hringja uppá deild var ég beðin um að koma sem fyrst. Ég var nú svo heppin að það var ljósan sem var með mig þegar ég gekk með Bjarna Harald sem tók á móti mér svo hún þekkir mína fyrri sögu, ég fékk mónitor á mig og þá leist okkur ekkert á þetta þar sem það sást á honum að þetta voru meiri hríðar heldur en samdrættir og ekki nema 5 mín á milli Undecided það var kallað strax á lækni og var ákveðið að sprauta mig í lærið til að stoppa hríðarnar, svo var leghálsinn tjekkaður og var hann lokaður SEM BETUR FER það kom svo í ljós að ég er með blöðrubólgu og getur hún orsakað hríðarnar svo ég var sett strax á pensilin við því.  ég fékk svo að fara heim um 5 leitið en á nú bara að liggja og gera ekki neitt ég fór svo í sónar á föstudaginn og var það staðfest að leghálsinn er lokaður en stuttur Wink 

Ég er búin að vera ágæt núna um helgina og læt kallinn bara stjana við mig Wink

Læt ykkur fylgjast með gangi mála síðar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Gangi þér vel elskan. Endilega vertu dugleg að slappa af, svo þú haldir þessum litla gullmola sem lengst inni.

Knúsíknús

Bergþóra

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband