Ég er barasta eins og litlu börnin

Ég var á kvöldvakt í gær og allt í einu eins og hendi væri veifað var ég er að drepast í öðru eyranu Frown ég var jú ALLTAF með í eyrunum sem barn og þekki þessa BEV.... verki jæja ég kláraði vaktina fór heim tróð hvítlauk í eyrað og á bakvið eyrað og reyndi að fara að sofa GEKK EKKI þvílíkur þrýstingur ÁI ÁI Á Crying   ég endaði á að fara fram í sófa og svaf þar sitjandi með hvítlaukinn í eyranu í alla nótt Frown fór svo til læknisins áðan og er með bullandi eyrnabólgu og fékk pensilin við því Frown ég hef nú ekki fengið svona í eyrun síðan 2003 held ég svo ég hélt að ég væri vaxin uppúr þessu ég geri það kannski aldrei Frown 

Dagmamman hans Bjarna Haralds er lögst í flensuna svo hann er núna hjá Gestadagmömmu okkur var nú ekkert vel við að fara með hann til einhverrar sem við höfum aldrei hitt en þetta er fínasta kona um 60 ára og það er bara smá ömmulykt af henni enda var prinsinn alsæll hjá henni í gær og vinkaði bara hress og kátur í morgun Wink   Hann er farinn að arka um allt hús með vagninn sinn á undan sér (ekki dúkkuvagn heldur svona kubbavagn) HEHE hann byrjaði á þessu á sunnudaginn og er hann mjög stoltur af sjálfum sér og ekki erum við hin nú minna stolt Grin 

Jamm jæja ég held ég hafi ekki meira að segja í dag svo ég kveð bara að sinni  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Ekki að spyrja að því, auðvitað er strákurinn duglegur. Það verður nú gaman að sjá hann, örugglega breyting á þessum tveimur mánuðum. Jóhanna systir og fjölskylda eru að koma til okkar á fimmtudaginn og verða fram á mánudag. Eigum við að hafa samband eftir helgina og finna dag til að hittast.

Knús og kramm frá

Gadbjerg

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:17

2 identicon

Hæ Ragna

Ég talaði við Beggu sem er stjórnandi listans hún sagði þér að sækja um aðgang.  Þú ferð inn á scrapbook.is og þar efst finnurðu dálkinn nýskráning og þar sækirðu um aðgang.  Láttu það koma einhvers staðar fram að þú þekkir mig.  Endilega notaðu þitt eigið nafn en ekki eitthvað tilbúið.  Það eru allar undir sínu nafni og mynd þarna inni.  Ég skal fylgjast með hvenær þú kemur  inn á spjallið ( notaðu Ragna eða Ragna H) og kynna þig fyrir dömunum.

 kv Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:59

3 identicon

Hæ elskan, vona að þetta lagist hjá þér,ferlega fúlt að vera svona lasin.  Hulda var mjög hrifin af myndinni af Margréti og henni saman, má ég nappa eintaki handa okkur? Bestu kveðjur til allra frá okkur Huldu Rún.

Linda (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband