KOMINN BLOGGTÍMI

Við áttum alveg yndislegan tíma á Íslandi í faðmi fjölskyldna okkar og erum við öll alsæl með þessa ferð og þessi jólin Grin þvímiður náðum við ekki að heimsækja marga í þessu stoppi enda var planið þetta sinnið að SLAPPA AF og vorum við dugleg í því. Við verðum bara duglegri í heimsóknum næst Wink Við fengum öll margar og fínar gjafir og voru allar töskur úttroðnar á "heim"leið en samt ekki yfirvigt Wink enda erfitt að sprengja yfirvigt þegar maður má vera með 70kg. Bjarni Harald svaf eiginlega allt flugið báðar leiðir svo það er ekki erfitt að ferðast með hann við mæðgur kiktum á video(vorum með ICELAND AIR) svo flugið leið hratt.

Margrét var alsæl að koma aftur í skólann og er hún búin að vera dugleg að leika með vinkonunum eftir skóla. Bjarni var líka nokkuð hress með að koma aftur til June og krakkanna en hann var pínu feiminn fyrst en var fljótur að hrista það af sér og stökkva í leikinn. Kristinn er búinn að hafa nóg að gera í vinnunni svo þessi helgin er kærkominn hjá honum, ég var að vinna í gær og hinn en var heima í dag með litla kútinn þar sem hann er fullur af kvefi og var með 38,5 í gærkvöldi hann er nú búinn að vera hitalaus í dag en er með ljótann hósta og mikið kvef vona bara að hann jafni sig um helgina.

Það er búið að bjóða okkur í afmæli á sunnudaginn hjá Rakel Talíu (í Aarhus) og vona ég að sá stutti verði orðinn hress svo við komumst öll Wink

Jæja ætla að fara að gera pizzu bless í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ.

Það var svo gaman að hitta ykkur. Knús á ykkur

Ollý og Birta Huld (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:04

2 identicon

Mikið var nú gaman að hitta ykkur þegar þið voruð heima í fríinu :) Ég vona að Bjarni Harald sé orðinn hressari af kvefinu og bara bestu kveðjur til ykkar allra.

Vilborg frænka (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband