Þriðjudagur, 9. desember 2008
JÆJA ALLIR AÐ HRESSAST
jæja þá er flensan loksins að fara að kveðja þetta heimilið Bjarni Harald er jú búinn að liggja í 8 daga svo það er kominn tími á að hann hressist. Kristinn lagðist svo á föstudaginn og ég á sunnudaginn en nú förum við öll af stað á morgun í vinnu og dagmömmu og Margrét Svanhildur í skólann en hún hefur sloppið við þessa flensuna enda er hún ekki mikið búin að vera heima.
Hún er svo að fara að sýna helgileik á morgun og er hún voða spennt fyrir því og er hún búin að læra textan sinn utanaf og kann öll lögin enda búin að æfa sig mikið.
Svo er bara kominn spenna í okkur enda bara vika í að við brunum til Kóngsins Köben við munum svo gista hjá Jökli og co eina nótt og svo liggur leiðin til Íslands á miðvikudaginn
Kristinn á afmæli á sunnudaginn og ætlum við að halda "jól" og borða góðann mat og opna pakka Margréti finnst sko EKKI slæmt að fá 2x jól HAHA
Jæja ætla að baða guttann það er svooo hressandi eftir svona veikindi að fara í bað ,BÆJÓ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.