Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
HANN Á AFMÆLI Í DAG HANN Á AFMÆLI Í DAG ........................
já það er ótrúlegt að litli prinsinn okkar er orðinn 1 árs tíminn líður sko ALLTOF hratt, ég er ekki að trúa því að það sé komið heilt ár síðan ég lá með hríðar niðri á spítala en JÚJÚ það er víst raunin Hann fékk 3 pakka í morgun, 1 frá systur sinni = 3 sæta bíla, 1 frá Svanhildi og CO = tré bíl, og einn frá Rúnari og CO = joey boxer náttföt TAKK FYRIR PRINSINN
svo fær hann pakkann frá okkur Kristni þegar Kristinn kemur heim í dag. Hann var nú mest spenntur fyrir pappírnum og skrautinu á pökkunum og er búin að leika mikið með það í dag HEHE svo fengum við okkur ristað brauð í morgun mat áður en Margrét fór í skólann og var hann ALSÆLL að fá frí frá hafragrautnum
Tannlæknaheimsóknin gekk vel en hann grét sárt þegar honum var skellt og skiptiborð og tannburstaður
en um leið og ég tók hann upp dró hann djúpt andann hló farman í tannlæknirinn og vinkaði bless HAHA greynilega búinn að fá nóg. Hún var mjög ánægð með tönnslurnar hans og hann fékk tannbursta og tannkrem í verðlaun var hann alsæll með það og sagði hátt og skýrt TAKK þegar hún rétti honum það
var hann voða montinn þegar við löbbuðum út með tannburstann í annarri og tannkremið í hinni BARA KRÚTT
Nú sefur afmælisbarnið úti í rokinu og er mamman að slaka aðeins á
Svo verður smá veisla á laugardaginn en Lisbet og krakkarnir koma og Aarhusbanden og Vejle liðið svo þetta verður vonandi góður dagur.
Jæja hætt í bili kossar og knús frá okkur öllum
Athugasemdir
Hæhæ
Til hamingju með prinsinn í dag:) Ég og Rakel Talía erum búnar að pakka inn pakkanum, Rakel var voða duglega að hjálpa mömmu sinni;) Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn.
kveðja frá Aarhus
Bylgja Dögg, Sigfús Örn og Rakel Talía
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.