Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Vika síðan síðast
Já maður hefur nú aðeins minni tíma núna til að vera í tölvunni þessa dagana, en síðasta vika er búin að vera fín hjá okkur ég var í fríi mánudag og þriðjudag og svo vinna 3 daga og svo HELGARFRÍ já ég skrifa það með stórum þar sem þetta er fyrsta fríhelgin mín síðan ég byrjaði að vinna. Við fórum í bæinn á fimmtudaginn og dressuðum krakkana upp fyrir jólin í H&M og verða þau aðal pæjan og aðal töffarinn þessi jólin en við fundum rosa fín föt á þau og erum sátt við þau kaup, síðan voru keyptar nokkrar jólagjafir
Margrét keypti líka afmælisgjöf handa bróður sínum. í gær vorum við bara heima að hafa það kósý, gerðum ostaköku og settum í frysti (fyrir afmælisveisluna næsta laugardag) í dag er Kristinn að vinna og við Margrét bökuðum eina smákökusort og Margrét gerði RICECRISPES kökur fyrir afmælið.
Það er frekar leiðinlegt veðrið núna RIGNING OG ROK og er því BARA kósý að vera heima hjá sér með kertaljós og kósýheit
Bjarni Harald er svo heppinn að hann fer til tannlæknis á afmælisdaginn sinn en hér í DK eru öll börn boðuð til tannsa þegar þau eru 1 árs, ég er í fríi á fimmtudaginn svo hann verður í fríi á afmælisdaginn sinn og heimsækir tannsa, ég vona bara að það gangi vel en ég er ekki alveg að sjá hann fyrir mér opna munninn vel svo að hún sjái tennurnar almennielga en það kemur í ljós allt saman
TAKK FYRIR SENDINGUNA ELSKU RÚNAR, HARPA OG SALKA RANNVEIG hann fær nú samt ekki að opna fyrr en á fimmtudaginn og munum við hringja þá og heyra í ykkur
kveð í bili ætla að skella nautasteik í ofninn NAMMI NAMM
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.