HELGIN :)

Já nú er ein enn helgin á enda og var mikið að gera hjá okkur þessa helgina, Kristinn og krakkarnir fóru til VEJLE á föstudaginn að hjálpa Bergþóru & CO að flytja ég var á kvöldvakt svo ég kiki bara seinna á húsið Wink á laugardaginn var Margrét Svanhildur að keppa í handbolta og spiluðu þau 2 leiki annar fór 7-6 fyrir hinum og sá seinni fór 17-1 fyrir Margrétar liði og skoraði hún 5 mörk Grin pabbinn var VEL  stoltur af sinni þegar þau komu heim. Ég fór svo á kvöldvakt og þau tóku spólu sem ég ætlaði nú að horfa á með þeim og hafa kósý þegar ég kom heim kl:21 en ég sofnaði nú fljótlega þar sem ég var VEL þreytt eftir vaktina en við vorum undirmannaðar og íbúarnir frekar órólegir Blush Í gær var baðherbergið tekið í gegn fyrir jólin, við klipptum Bjarna Harald  og er hann voða fullorðinslegur núna en hann var kominn með svo síðann topp að sá varla út svo nú er hann kominn stuttan og fínan topp Wink ROSA SÆTUR. Ég fór svo aftur á kvöldvakt.Þegar ég kom heim sá ég að Kristinn hafði verið í stuði með klútinn á lofti og var búinn að taka til og þrífa í bryggelsinu(forstofa og þvottahús) svo nú er það líka komið í jólafötin, það er nú munur að eiga svona duglegan mann InLove 

Þegar Bjarni Harald vaknaði í morgun vildi hann nú lítið tala við mig Frown greynilega að mótmæla vinnutíma mínum þessa helgina Frown mig langaði nú mest að hafa hann heima í dag en þar sem ég algjörlega búinn eftir þessa vinnutörn þá ákvað ég að hugsa aðeins um mig og litla kúlubúann og hvíla mig í dag.É á svo ekki kvöldvakt aftur fyrr en eftir ca mánuð svo sá stutti ætti nú að geta fyrirgefið mér Wink

Ég setti inn oktober myndir á barnalandið kikið á það  Kissing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, er bara að kvitta fyrir mig, p.s. setti pakka í póst í dag til Bjarna Haralds, vonandi verður hann kominn fyrir 20. nóv:)

knús Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ elskur!

Takk fyrir lánið á húsbóndanum og börnum:) Við sjáumst svo eftir 2 vikur, hlakka til:)

Knús.

Bergþóra

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband