VINNA VINNA OG VINNA :)

Ég er nú í fríi í dag og á morgun en ég er búin að vinna frá fimmtudag til mánudags svo það er fínt að fá frí í 2 daga núna Wink ég kann rosalega vel við mig þarna og er bara hæstánægð.

Dagmömmumálin eru þvímiður enn í kaós en kommunen hafði lofað okkur gestadagmömmu frá gærdeginum (lofað á föstudaginn) en svo kl:6:20 í gærmorgun hringdi síminn og þá var okkur sagt að þessi gestadagmamma væri í fríi og við gætum farið með hann til einhverrar annarar og eitthvað annað í dag NEI TAKK Kristinn var sko ekki kátur og lét hana aðeins heyra það og hún lofaði að finna FASTA gestadagmömmu þangað til June verður frísk og mun konan hjá kommunen hringja á eftir og láta okkur vita hvernig þetta verður. Við neitum algjörlega að láta hann bara hingað og þangað maður verður líka aðeins að hugsa um hann og að honum líði vel. En ég reddaði þessu í gær með að hringja í mömmu vinkonu Margrétar en hún var búin að segja mér að hún væri í fríi svo að hún tók hann í gær (hann þekkir hana vel) þetta gekk rosalega vel og var hann alsæll með þetta . En gærkvöldi var hann síðan mjög ólíkur sjálfum sér og grét útí eitt kom svo í ljós að hann var með 38 í hita og greynilega með beinverki, hann er líka ROSALEGA kvefaður Blush hann svaf EKKI mikið í nótt og mátti ég fara með hann fram um 4 leitið og þá sofnaði hann í fanginu á mér. Hann var nú samt hressari áðan og var hitalaus en kvefaður en ég ákvað nú að láta hann út að sofa (sefur best úti) enda er hann vel dúðaður svo honum ætti ekki að verða meint af því ,bara gott að vera í frísku loftinu Wink  

Ég vona svo bara að hann hressist á morgun og geti farið til dagmömmu á fimmtudaginn og ég í vinnu Wink en við verðum bara að bíða og sjá hvernig hann verður.

Jæja læt þetta duga í bili knús RAGNA og allir hinir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ elskurnar!

Ég skil ykkur vel með dagmömmurnar, auðvitað er manni ekki sama hver passar börnin sín. Mér finnst alveg fáránlegt að kommunen skuli koma svona fram. Gangi ykkur vel og góðan bata með litlu dúlluna.

Knúsí, knús

Bergþóra

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband