Fimmtudagur, 23. október 2008
HÚSFRÚIN BYRJUÐ AÐ VINNA :)
Ég ákvað hér á mánudagskvöldið að rölta yfir til nágrannans (fyrrverandi yfirmanns minns) og spyrja hana hvort hana vantaði ekkert starfsfólk en hún er yfirmaður á 2x deildum á nýju hjúkrunarheimili hér rétt hjá. Hún hringdi svo í mig í gærmorgun og bauð mér í viðtal og ég byrjaði að vinna í dag ég er ráðinn sem föst afleysing á báðum deildunum og mun fá 32 tíma á viku og mun vinna frá 8-15 virka daga og 8-14 um helgar en ég mun vinna aðrahvora helgi sem er ok þegar maður er búinn kl:14
ég var á aldsheimer deildinni í dag og leist mér mjög vel á þetta og féll ég strax inní hópinn
ég er bara svo ánægð að vera komin með fasta vinnu að þið trúið því ekki
það var engar vaktir að fá hjá hinum þar sem ég var búin að ráða mig og maður hefur ekki efni á að sitja heima við símann og bíða maður fær ekki há laun fyrir það.
En þetta byrjaði vel eða með því að kommunen hringdi í morgun og tilkynnti að dagmamman hans Bjarna Haralds væri kominn í veikindafrí því hún datt niður tröppur og slasaði sig í bakinu TÝPÍSKT svona fyrsta vinnudaginn minn en Kristinn reddaði þessu og var heima í dag og verður líka heima á morgun svo megum við sjá hvað gerist í næstu viku. Núna væri gott að hafa ömmu eða afa hér til að hlaupa í skarðið
en svona er þetta og ég gat ekki annað en hlegið í morgun þar sem það hefur EKKERT verið þar til núna og þá endilega þegar ég er loksins komin með vinnu.
Jæja ætla að slaka aðeins á meðan guttinn sefur BÆJÓ
Athugasemdir
Hæ hæ hæ hæ
Innilega til hamingju með vinnuna Ragna
. Verst með dagmömmuna
.
Knús frá okkur í Vejle.
Bergþóra (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:45
Til hamingju með vinnuna Ragna:)
Bestu kveðjur frá Aarhus
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.