Mánudagur, 20. október 2008
ÆÐISLEG ÞÝSKALANDSFERÐ :0)
Við áttum yndislegan tíma með Karin og Tobi í þýskalandi um helgina. Þetta var bara afslöppun,smá innkaup og borðaður góður matur Margrét Svanhildur naut sín í botn eins og alltaf þegar við erum hjá þeim og hún og Karin spiluðu frá sér allt vit
og skemmtu sér konunglega saman og hlógu mikið
Bjarni Harald var líka í essinu sínu og skoðaði allt í krók og kima hjá "oma og opa" honum líkaði VEL við þýska matinn og borðaði á við 3
Krakkarnir voru bæði alsæl að fara af stað í morgun og var litli kúturinn ánægður að sjá June sína (enda búinn að vera í fríi í 4 daga ) Hann er í "legestuen" í dag en þá hittast 3 dagmömmur úr hverfinu og eyða deginum saman þær eru með aðtöðu í klúbbhúsinu hjá skólanum og eru þar alla mánudaga.
Við Margrét erum búnar að gera 39 jólakort og eigum því aðeins 11 eftir svo þetta gengur vel hjá okkur þetta árið.
Kristinn er á námskeiði útí VEJLE í dag og á morgun svo hann fær aðeins að keyra smá þessa dagana en hann er á bíl frá vinnunni svo ég hef bílinn heima.
Við viljum að lokum óska BIRTU HULD vinkonu Margrétar ynnilega til hamingju með daginn á föstudaginn og vonum að þú hafir átt góðann dag í gær Svo á hann LEONARD (kærasti Svanhildar) afmæli í dag og segjum við því HAPPY BIRTHDAY við hann og vonum að hann eigi góðann dag í dag
Athugasemdir
Hæ! Gott að Þýskalandsferðin gekk vel, það er nú ekki leiðinlegt að breyta um umhverfi
.
Við viljum gjarnan þyggja sendibílinn aðra helgina í nóvember
.
Knús
Bergþóra
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:24
Hæ elska!
Ég var að meina stóra bílinn
.
Ég reyni að hringja í þig á morgun
.
Knús
Bergþóra
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.