Þriðjudagur, 14. október 2008
GÓÐANN OG BLESSAÐANN DAGINN :)
Við áttum fína helgi hér í ADV 25 við fórum í smá bíltúr á laugardaginn til að kaupa ost handa Karin en hún er mikið fyrir STERKA danska osta og við komum alltaf með minnsta kosti einn þegar við förum til þeirra Kristinn kláraði svo að mála bílskýlið og er ALLT annað að sjá þetta
svo höfðum við videokvöld.
Á sunnudaginn var Kristinn að vinna og Bergþóra kíkti í kaffi með strákana svo við Margrét skelltum í súkkulaði köku TAKK aftur fyrir komuna vinkona það er alltaf svo gaman að fá þig í smá spjall
Við mæðgur vorum ótrúlega duglegar í gær og gerðum 11 jólakort Margrét kom mér ekkert smá á óvart hvað hún er góð í þessu Kristinn átti sko erfitt með að finna út hver gerði hvaða kort í gær HEHE og fannst skvísunni það sko ekki leiðinlegt hún er svo dugleg og henni fannst virkilega gaman að föndrast með mömmu sinni og það var nú óskup lítið sem ég þurfti að hjálpa henni hún bjargaði sér sko bara sjálf
nú erum við strand þar sem okkur vantar bæði kort og límpúða svo við verðum að gera okkur ferð í bæinn á morgun og versla það.
Við ætlum að kikja í kaffi til Anette á eftir þegar við erum búnar að sækja litla kútinn.
Jæja ætla að fara að kúra í sófanum hjá skvísunni minni (hún kann sko að vera í fríi og liggur núna og horfir á DVD)
KNÚS OG KRAM Ragna
Athugasemdir
Ekki leiðinlegt að geta verið í fríi og kunna að slappa af í því. Takk aftur fyrir okkur á sunnudaginn, þetta var gaman eins og alltaf
. Ég er búin að biðja Jóhönnu um að kaupa óróa fyrir þig
. Ég læt þig vita betur með bílin, ég hringji í þig um helgina í síðasta lagi.
Knús
Bergþóra
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:52
Halló hallóg gaman að heyra að það er nóg að gera hjá ykkur þarna úti. Hlakka mikið til að hitta ykkur um jólin....verður allavega Brönns hjá mér hahaha.......... :o))
Linda frænka (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.