Föstudagur, 10. október 2008
FJÓRFÆTLINGURINN OKKAR Á AFMÆLI Í DAG
Hann Bangsi er 5 ára í dag svo ætli ég verði ekki að vera extra góð við hann í dag
Annars er bara allt við það sama hér Kristinn að vinna, Margrét Svanhildur í skólanum ,Bjarni Harald hjá dagmömmunni og ég heima að þrífa HEHE nei ég er nú kannski að þrífa alla daga húsið okkar er jú ekki SVO stórt en ég er nú samt búin að vera dugleg að gera fínt hjá okkur, ég þreif td eldhúsinnréttinguna í gær að innan og utan
en það er jú nóg af verkefnum hér handa mér svo dagarnir líða hratt
Bjarni Harald er alltaf jafn ánægður hjá henni June og er þetta bara að ganga ótrúlega vel með hann (mikill léttir fyrir mig) það er svo mikill munur að skilja við barnið sitt brosandi en ekki á öskrinu eins og systir hans var stundum
það var alveg hræðilegt að skilja hana við sig hún öskraði og grét úr sér lungun svo hringdi ég kannski 1/2 tíma síðar til að athuga með hana þá var hún hæstánægð að leika svo hún var bara að láta reyna á mömmu sina
Margrét er svo í fríi alla næstu viku og ætlum að við að dúlla okkur hér heima bara 2 mán,þri, og miðvikudag en svo er dagmamman í fríi fim og föstudag , Kristinn er svo í fríi á föstudaginn og við ætlum að drífa okkur til Karin og Tobi í þýskalandi (systir pabba) en það er alltof langt síðan við fórum síðast til þeirra ég held það hafi verið í april svo það er alveg kominn tími á að fara að hitta þau, við ætlum að vera hjá þeim frá fimmtudegi fram á laugardag
og hlakkar okkur mikið til að hitta þau og líka bara breyta aðeins um umhverfi.
Okkur mæðgum hlakkar nú líka til að eiga smá tíma bara 2 og ætlum við að bretta upp ermarnar og klára jólakortin en ég er búin með 20 og á þá 30 eftir.Margrét er orðin svo dugleg og vandvirk að hún getur vel hjálpað mér.
Læt þetta duga í bili GÓÐA HELGI og reynið nú að vera bjartsýn þrátt fyrir erfiða tíma heima á Íslandi
Athugasemdir
Við erum allavega bjartsýn hérna í danaveldinu, er það ekki? Þrátt fyrir ýmsar umræður dana um vitlausa íslendinga
. Við stefnum á flutninga 2 helgina í Nóv, þannig að ef þið eruð laus.........
.
Gott að allt gengur vel hjá ykkur! Ég vildi að ég væri svona dugleg eins og þú að föndra jólakortin
, ég keypti mín á tilboði í sumar í bókabúðinni
.
knús héðan úr Vejle, hringji í þig í næstu viku
.
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.