Mánudagur, 6. október 2008
HELGIN
Jæja þá er þessi helgin á enda og aftur kominn mánudagur.
Við gerðum nú ekki mikið þessa helgina eða réttara sagt gerði ÉG ekki mikið, þar sem á föstudagskvöldið helltist yfir mig hálsbólga beinverkir og hiti síðan um nóttina ég lá eins og klessa í sófanum allan laugardaginn og reyndi að sofa. Kristinn fór með krakkana í bæinn og keypti handboltaskó og hnéhlífar fyrir Margréti og nýtti ég tímann í að SOFA.
Kristinn var svo að vinna í gær og ég var búinn að lofa Margréti bioferð og búinn að fá barnapíuna til að koma svo ég skellti mér í BIO og við tókum Jóhönnu vinkonu Margrétar með. ég var nú mun hressari svo þetta var bara fínasta bioferð en við fórum að sjá FAR TIL FIRE( pabbi 4 barna) þetta er svona grínmynd en ég held að þetta hafi verið 3 eða 4 myndin sem er gerð og eru þær allar rosa góðar svo við skemmtum okkur konunglega. Þetta var fyrsta skiptið sem barnapían passaði og gekk það mjög vel og kúturinn alsæll með þetta.
Hann er ennþá alsæll hjá dagmömmunni og prófaði að sofa einn lúr hjá henni í morgun og gekk það vel. Hann knúsar hana og allt þegar við mætum á morgnanna HEHE hann er svo mikill krúsukall
Hún er ekkert smá ánægð með hann enda ekki annað hægt þegar hann byrjar daginn á að sjarma hana með knúsi HEHE
Ég veit ekki alveg hvað hann Bjarni Harald þykist geta en hann er farinn að standa upp útá miðjugólfi án þess að stiðja sig við eitt né neitt og vaggar hann fram og til baka og dettur svo á bossann hann er líka farinn að gangameðfram sófanum og færir sig yfir á sófaborðið Margrét var sko EKKI svona köld HEHE kannski er þetta munurinn á stelpu og strák ?? annars eru börn jú svo rosalega ólík.
Jæja ég var að setja inn myndir á hina síðuna og þið megið alveg kvitta bæði hér og þar
Athugasemdir
Hæ elskurnar!
Það er nú ekki annað hægt en að heillast að brosinu hjá honum litla kút:) Ert þú annars ekkert byrjuð í nýju vinnunni? Ég sá að þú varst búin að lesa ritgerðina mína þannig að ég hef engu við að bæta hérna, hittumst vonandi fljótlega:)
Knúsí, knús
Bergþóra (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.