Bjarni Harald byrjaður hjá dagmömmu

Já prinsinn okkar er byrjaður hjá henni Juun, það var fyrsti dagurinn í dag og gekk mjög vel, hann var einn í tæpa 2 tíma og var bara alsæll að leika sér og fylgdist VEL með hinum börnunum Wink Mér fannst frekar skrítið að skilja hann eftir fyrsta daginn en það er jú alltaf erfitt að skilja barnið sitt eftir á nýjum stað. Ég er bara svo ánægð hvað þetta gekk vel hann fór ekki einu sinni að gráta þegar ég hvaddi hann (greynilega alsæll að komast út að leika með öðrum) Wink en jiminn hvað hann var þreyttur þegar ég sótti hann, hann var alveg stjarfur í bílnum á leiðinni heim og rotaðist um leið og ég lagði hann út og svaf eins og grjót í 2 1/2 tíma Sleeping hann er farinn aftur út núna og STEINSEFUR Sleeping þetta eru jú mikil viðbrigði fyrir hann þegar hann er búinn að vera einn heima með mér í rólegheitum alla daga.

Annars  er bara allt gott af okkur að frétta. Það er komið haust og farið að kólna og rigna í miklum skúrum. Okkur er strax farið að hlakka til að koma heim um jólin og Margréti finnst ANSI LANGT þangað til við förum en tíminn er svo fljótur að líða að 17 des rennur upp áður en við vitum af Wink

Jæja nóg í bili en þið megið alveg kvitta sko það er ekkert bannað InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar!

Auðvitað er barnið dauðfegið að komast aðeins í burtu, hehe. Svona í alvöru talað að þá er gott að þetta gekk vel og við vonum bara að það komi ekki bakslag í hann.

Ég var að hugsa um að segja fólki að það sé bannað að kvitta hjá mér og athuga hvort öfug sálfræði virkar á þetta lið. Það er alltaf þeir sömu sem nenna að kvitta.

Sorry! er alveg til í að plana hitting, veit bara ekki hvenar það á að vera, brjálað að gera allar helgar núna. Veit ekki einu sinni hvernig ég á að planleggja flutningana.

Jæja nóg af bulli hér.

Knúsí, knús

Bergþóra (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband